Númer: D-24
Dagsetning: 30.5.2010
Brottfararstaður: Mörkin 6 kl 10
Viðburður: Reykjanes
Erfiðleikastig:
Lýsing:
30. maí - sunnudagur
Brottför kl. 10 frá Mörkinni 6
Leiðsögn: Kristján Jónasson/Sigmundur Einarsson
Fararstjórn: Sigrún Pálsdóttir
Ekið á Reykjanes um Hafnir. Litast um við Reykjanesvirkjun. Gengið frá bílastæði við Reykjanesvita vestur að gossprungunni frá 1226 og skoðuð ummerki eftir gosið, en gossprungan var bæði á landi og í sjó. Gengið á Valahnúk og horft yfir brimurðina og Reykjanestá. Gengið að hverasvæðinu og litið á Gunnuhver og Reykjanes-Geysi. Skoðaðar skjálftasprungur. Ekið til baka um Grindavík. Nokkur ganga en ekki erfið.
Ãátttaka ókeypis, allir velkomnir,
Skráning á skrifstofu FÍ fyrir 28. maí.