Umhverfisátak Ferðafélags Íslands

Sjálfboðaliðar á vegum Ferðafélags Ísladns taka víða til hendinni. Á næstu vikum munu FÍ hópar plokka rusl og plast í sérstöku umhverfisátaki FÍ.
Sjálfboðaliðar á vegum Ferðafélags Ísladns taka víða til hendinni. Á næstu vikum munu FÍ hópar plokka rusl og plast í sérstöku umhverfisátaki FÍ.

Mikil orka býr í fjallahópum FÍ þar sem hundruð þátttakenda fá útrás fyrir orku sína í fjallgöngum og útiveru. Nú boðar Ferðafélag Íslands umhverfisátak á næstu vikum þar sem þátttakendur í fjallaverkefnum FÍ og almenningur allur er hvattur til að mæta og plokka plast á hinum ýmsu svæðum.

Fimmtudaginn 5. apríl mun FÍ Alla leið fjallaverkefnið undir forystu fararstjórans Hjalta Björnssonar ríða á vaðið og ráðast í plokk meðfram Vesturlandsvegi. Mjög aðkallandi er að hirða plast á þessu svæði áður en það fýkur til hafs út á Kollafjörðinn. Við getum lagt mikið af mörkum til að hindra plastmengun í hafi með því að taka hressilegt plokk á svæðinu.

Mæting við bílastæðið að Úlfarsfelli kl 17 og verður plokkað til 20. Hver og einn mæti með 3 stóra ruslasekki, það tekur styttri tíma að fylla þá en okkur grunar.

Koma svo verndarar lands og náttúru. Það eru allir að leggja þessari vakningu lið og Ferðafélag Íslands vill leggja sitt af mörkum.

FÍ hópar munu plokka plast og rusl á næstunni

Þátttaka er að sjálfsögðu ókeypis og allir velkomnir. Fleiri FÍ plokk dagar verða kynntir á næstunni.