FÍ samplokk á Degi jarðar

Hjalti Björnsson, fararstjóri FÍ, og félagar úr gönguhópnum FÍ Alla leið plokka rusl við Vesturlandsveg.
Hjalti Björnsson, fararstjóri FÍ, og félagar úr gönguhópnum FÍ Alla leið plokka rusl við Vesturlandsveg.

Sunnudaginn 22. apríl er stefnt að því að fá alla út að plokka rusl og leggjast á eitt fyrir móður jörð. Dagurinn er fullkominn til þessa athæfis enda er 22. apríl tileinkaður jörðinni.

Í tilefni dagsins skipuleggur stórt sameiginlegt plokk fyrir allan almenning, félagsmenn FÍ og meðlimi í öllum fjallgöngu- og hreyfihópum félagsins. 

Mæting er við bensínstöð Olís í Norðlingaholti við Rauðavatn og þaðan verður plokkað í allar áttir. Hver og einn þátttakandi er hvattur til að taka með sér að minnsta kosti þrjá ruslasekki. Gott er að vera í góðum hönskum og viðeigandi fótabúnaður, annað hvort góðir gönguskór eða hreinlega stígvél, eru við hæfi.

Ruslaplokk er frábær hreyfing enda sameinast í plokkgöngu hefðbundin ganga í náttúrunni og hnébeygjur.

Þessi tími árs, þegar jörð kemur undan snjó, er einna besti tíminn til að tína rusl sem liggur ofan í sverðinum. Þegar vorar og gróður vex, verður mun erfiðara að plokka ruslið upp.