Útideildin er verkefni fyrir útivistarfólk í meðalgóðu gönguformi sem vill hittast reglulega og stunda skemmtilega og fjölbreytta útivist á besta tíma ársins. Verkefnið hefst í apríl og endar í október. Megináhersla er á hefðbundnar göngur og ferðir um áhugaverðar ferðaslóðir og fjöll.
Til að auka fjölbreytni er einnig farið í léttar ferðir á ferða- eða fjallahjólum og veitt leiðsögn og farið í æfingar í skíðagöngu í spori.
Umsjónarmenn eru Örvar Aðalsteinsson og Þóra Björk Hjartardóttir.
Kynningarfundur: Miðvikudaginn 27. mars kl. 20 í risi FÍ, Mörkinni 6.