Laugardagur 11. ágúst - sunnudagur 12. ágúst
Fimmvörðuháls - Magni og Móði.
Ekið að morgni laugardags kl. 8. frá Mörkinni 6 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið upp á Fimmvörðuháls eftir hinni hefðbundu gönguleið með viðkomu í Baldvinsskála. Gengið er að Móða og Magna og ummerki eldgossins á Fimmvörðuhálsi 2010 skoðuð. Þaðan gengið niður í Strákagil þar sem rúta bíður og flytur göngumenn í Langadal. Gist í Skagfjörðsskála. Farið í morgungöngu á sunnudegi og haldið til Reykjavíkur um hádegi. Sameiginleg grillveisla um kvöldið, varðeldur og kvöldvaka.
Verð: 23.000 / 26.000
Innifalið: Gisting, rúta, fararstjórn og grillveisla.