Fimmvörðuháls um helgina

Fimmvörðuháls
 
Um helgina verður lag upp í þriðju ferð félagsins á Fimmvörðuháls í sumar. Fyrr á árinu festi Ferðafélagið kaup á Baldvinsskála, en til stendur að gera skálann upp á næstu misserum. Gönguleiðin er ein sú vinsælasta á landinu og margt fallegt að sjá. Á leið upp Skógarheiði sjá ferðalangar 22 tilkomu mikla fossa og ekki er hægt að gera upp á milli hver þeirra sé fallegastur.
 
Ferðatilhögun: Ekið að morgni laugardags kl 8 frá Mörkinni að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið yfir Fimmvörðuháls og í Þórsmörk.  Rútan flytur farangur í Langadal og sækir göngumenn þar sem komið er niður í Þórsmörk. Grillveisla og kvöldvaka í Skagfjörðsskála um kvöldið. Haldið verður að stað til Reykjavíkur um hádegi á sunnudag að lokinni morgunleikfimi.
 
Verð: 14.000/16.000