Eyrarfjall í Kjós var fjall mánaðarinns í febrúar.
Á Eyrarfjallið æddum svo
allveg var það gefið.
Tindaskráin telur tvo
við tókum þetta í nefið.
Ekki er hægt að segja annað en að ferðin hafi gengið vel þrátt fyrir dimm vestan él sem gengu reglulega yfir. Hópurinn var stór, 110 manns sem fór án nokkurra vandræða alla leið og vorum við ekki nema um 1 og hálfan tíma upp sem er mjög gott í svona stórum hópi. Veðrið bauð ekki upp á mikil útsýnisstopp og aðeins var staldrað við nokkrum sinnum til að þétta hópinn. Fengum okkur nesti í bland við skafrenning á tindinum. Greinilegt er að janúargangan á Blákoll í vonsku veðri gerði það að verkum að allir voru mjög vel búinir. Þó kom í ljós að þeir sem voru með vindlúffur og góðar húfur leið greinilega betur í skafrenningnum.
Fjall mánaðarins í mars er samkvæmt dagskrá er Syðsta-súla í Botnsúlum.
Það er líklegt að breyting verði á því vegna of erfiðra aðstæðna. Leiðin á Syðstu súlu er nokkuð brött og ekki víst að fært verði vegna snjóa og ís.
Það verður tilkynnt með góðum fyrirvara hvert við förum en við munum einfaldlega fara á eitthvað af fjöllunum á listanum sem er aðgengilegra miðað við aðstæður.