Áttunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 25 ágúst. Akstur að fjallinu krefst 4x4 ökutækis. Þeir sem ekki hafa slikan farkost geta nýtt sér rútu sem fer frá FÍ Mörkinni 6 kl: 07.30. Nauðsynlegt er að panta farið á skrifstofu FÍ í síðasta lagi fimmtudaginn 23. ágúst. Verðið er 3.500.-
Hlöðufell 1186m
Hlöðufell er formfagur móbergsstapi með jökulsorfnu hraunlagi í toppnum. Það stendur tignarlega á sléttunni fyrir sunnan Langjökul og austan við Skjaldbreiður. Það er víðast hömrum girt og ekki árennilegt uppgöngu. Af Hlöðufelli er mjög víðsýnt og sér víða um suður og vesturland og auk þess norður til jökla.
Hlöðufell
Upphafstaður göngunnar er sunnan undir fjallinu við skála FÍ á Hlöðuvöllum. Gengið er upp allbrattar brekkur upp með miklu gili sem sker sig inní fjallið. Fara verður með gát á nokkrum stöðum og sérstaklega undir brattri brúninni áður en komið er uppá háfjallið. Ofan brúnar er gengið alllöng leið áleiðis á toppinn. Farið verður niður sömu leið.
Gangan hefst kl: 10.00 við skála FÍ á Hlöðuvöllum sunnan undir fjallinu. Þeir sem vilja, geta farið með rútu frá Mörkinni 6 - Ferðafélagshúsinu. Brottför rútunnar er kl. 07.30.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Um er að ræða 740 m. hækkun á Hlöðufell og lengd göngu er um 3 km. önnur leiðin
Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla mill kl. 16.00 of 17.00
Fararstjórar eru:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Ævar Aðalsteinsson 6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 8622863
Einar Ragnar Sigurðsson 8998803
Pétur Ásbjörnsson 8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir 6617746