Fjall mánaðarins í apríl er Trölladyngja 379 m. og Grænadyngja 402 m. á Reykjanesi.

Fjórða ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. apríl.

Móbergshálsarnir á Reykjanesi eru mjög áhugaverðir til gönguferða og eru þar mörg fjöll sem gaman era að ganga á. Hálsarnir eru tveir sem ganga langsum eftir nesinu vestan við Kleifarvatn, Austurháls (Sveifluháls) og Vesturháls (Núpshlíðarháls). Trölladyngja og Grænadyngja eru hæstu fjöllin á Vesturhálsinum og eru mjög áberandi frá Reykjavík þar sem þau standa í fjallaröðinni austan við Keili. Hækkun er ekki mikil á fjöllin og er því tilvalið ef aðstæður leyfa að fara hring um svæðið með viðkomu á báðum tindum og ganga einnig um Sogin, sem eru litskrúðug leirgil sunnan fjallanna og koma að Spákonuvatni.

 

Trolladyngja
Grænadyngja og Trölladyngja

 

Upphafstaður göngunnar er við Eldborg norðan við Höskuldarvelli vestan við Vesturháls.

trolladyngja-kort

Ekin er Reykjanesbrautin og þegar komið er að gatnamótum Vatnsleysuströnd / Keilir er sveigt út af brautinni og farið til vinstri undir brautina og inn á malarveg sem merktur er Keilir. Þá þarf að aka 1,5 km og beygja til hægri inn á slóða sem liggur austur Afstapahraun að Höskuldarvöllum. Þar leggjum við bílum við Eldborg norðan við vellina. Vegalengdin þangað frá Reykjanesbraut er 9,4 km.

Gangan hefst þar  kl: 10.00.. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 9.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ. 

Gangan er um 8-9 km. Hækkun göngunnar er um 400 m.

Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla um kl. 15.00.

Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Munið eftir hálkubroddum. 

Fararstjórar eru:

Örvar Aðalsteinsson                8993109
Ævar Aðalsteinsson                6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir             8622863
Einar Ragnar Sigurðsson      8998803
Pétur Ásbjörnsson                   8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir            6617746