Fjall mánaðarins í febrúar er Ingólfsfjall 551 m

Fjall mánaðarins í febrúar er  Ingólfsfjall 551 m.

Önnur ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 23. febrúar.

Ingólfsfjall er stórt og víðáttumikið fjall sem flestir þekkja enda er það mjög áberandi við þjóðleiðina austur á suðurlandsundirlendið. Ganga á fjallið er skemmtileg og af því er fjallasýn tilkomumikil. Það rís frekar bratt upp og er víða hömrum girt á brúnum en ofan við þær breiðir það úr sér en Ingólfsfjall er 8 km. á lengd og 5 km. á breidd og er hæsti toppurinn Inghóll talsvert inni á fjallinu. Við ætlum að ganga á fjallið norðanfrá. Það er auðfarið upp aflíðandi norðuhlíð fjallsins upp með Miðmundargili. Þegar upp á fjallsbrúnina er komið er stutt á Inghól hæsta hnúkinn.

 

 

Ingolfsfjall
Ingólfsfjall – Inghóll rís hæst hægra megin við miðju á myndinni.

 

Upphafstaður göngunnar er frá bænum Litla Hálsi sem er norðan við Ingólfsfjall í Grafningi sem liggur upp með Soginu að vestan.

Ekið er austur yfirl Hellisheiði fram hjá Hveragerði og í gegnum Ölfusið. Ekið er langleiðina að Selfossi en áður en komið er þangað er farið til vinstri veg nr. 35 Biskupstungnabraut. Skömmu áður en komið era að brúnni á Soginu við Þrastalund er farið til vinstri veg nr. 350 Torfastaðir. Þá eru eknir 6 km. að vegi til vinstri þar sem skilti merkir Stóri Háls – Litli Háls. Eftir þeim afleggjara er ekið 1 km. að vegamótum þar sem póstkassar standa. Þar er enn sveigt til vinstri og þá liggur vegurinn að Litla Hálsi þar sem bílum er lagt á hlaðinu við íbúðarhúsið og hestaskemmu.

Ingolfsfjall-kort

Gangan hefst þar  kl: 10.10. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 8.30.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.

 

Gangan á Ingólfsfjalll er um 8-9 km. fram og til baka. Hækkun göngunnar er 480 m.

Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla milli kl. 15.00 – 16.00

 Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Munið eftir hálkubroddum.

 

Fararstjórar eru:

Örvar Aðalsteinsson                8993109
Ævar Aðalsteinsson                6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir           8622863
Einar Ragnar Sigurðsson         8998803
Pétur Ásbjörnsson                   8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir            6617746