laugardagur 26. janúar - breyting vegna veðurs - gengið á Úlfarsfell í stað Stóra Kóngsfells.
Vegna veðurs og ófærðar í Blafjöllum verður ekki gengiið á Stóra Kóngsfell í dag en í staðinn verður gengið á Úlfarsfell. Mæting er í Mörkinni 6 kl. 10.30 eða við upphafsstað göngu við skógræktina við Vesturlandsveg neðan við Úlfarsfell, þar sem gangan hefst kl. 11.00
Vegna þæfingsfærðar, mikils skafrennings og leiðindaveðurs er ekki ferðaveður á Bláfjallaafleggjaranum og því ekki mögulegt að ganga á Stóra Kóngsfell.
með kveðju,
Fararstjórar,
Örvar og Ævar
Fjall mánaðarins í janúar er Stóra-Kóngsfell 602 m
Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 26. janúar.
Við Bláfjallaskíðasvæðið stendur stakt fjall á heiðarbrúninni. Það er Stóra-Kóngsfell. Fjallið er stapalaga móbergsfjall umkringt nýlegum hraunum. Tvær sprungur kljúfa fjallið og er gott útsýni af því yfir nágrennið og einnig til vesturs yfir höfuðborgarsvæðið. Umhverfis fjallið eru margar gosmyndanir. M.a. Þríhnjúkagígur sem er 120 metra djúp gosrás.
Stóra-Kóngsfell í Bláfjöllum
Upphafstaður göngunnar er frá Bláfjallavegi þar sem vegurinn skiptist fyrir neðan bílasæðin við skíðasvæðið. Gengið er suður fyrir fellið Drottningu og stefnan tekin á fjallið. Gengið er upp suðvestur hrygg fjallsins. Ef tími og aðstæður leyfa er hægt að skoða ýmislegt í nágrenninu. Hægt era að ganga út að Þríhnúkagígnum eða skoða glæsilega eldborg með djúpri hrauntröð sem er nálægt fellinu Drottningu. Gangan á Kóngsfell er um 5 km. fram og til baka. Hækkun göngunnar er 200 m.
Ekið er frá Reykjavík áleiðis upp í Bláfjöll. Bílum er lagt á malarvegi þar sem vegurinn greinist nokkru áður en komið er á skíðasvæðin.
Gangan hefst þar kl: 11.00. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 10.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla mill kl. 14.00 – 15.00
Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Munið eftir hálkubroddum.
Fararstjórar eru:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Ævar Aðalsteinsson 6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 8622863
Einar Ragnar Sigurðsson 8998803
Pétur Ásbjörnsson 8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir 6617746