Fjall mánaðarins í janúar er Helgafell ofan Hafnarfjarðar.

Fyrsta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 28. janúar.

Gengið verður á Helgafell ofan við Hafnarfjörð sem er 338 m. hátt fjall sem rís tignarlega upp á hraununum ofan Kaldársels sem liggur ofan við Hafnarfjörð. Þótt  fellið sé ekki hátt er það áberandi á svæðinu bæði vegna þess að það stendur eitt og sér en einnig er það mjög formfagurt  með skálum giljum og fallegum móbergsmyndunum.

Útsýni af Helgafelli er suður um allt Reykjanes, fjallahringur Faxaflóa og um allt höfuðborgarsvæðið.

Hægt er að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 568 2533 eða senda póst á fi@fi.is