Fimmta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 25. maí.
Þríhyrningur er áberandi fjall sem sést víða af Suðurlandsundirlendinu. Þetta er eitt af þeim fjöllum sem margir kannast við en hafa ekki gengi á. Það er rís upp ofan Fljótshlíðar og er mikið einkennisfjall á þessu svæði. Fjallið dregur nafn sitt af þremur hornóttum tindum og er Flosadalur á milli þeirra. Í Njálsögu segir að Flosi á Svínafelli og brennumenn hafi farið upp í Þríhyrning og leynst þar eftir brennuna á Bergþórshvoli.
Þríhyrningur
Upphafstaður göngunnar er við Fiská vestan undir Þríhyrningi.
Gengið er upp á grösugan háls og sveigt til norðurs upp brekkuna sem liggur á vestur tindinn. Ef aðstæður leyfa verður farið á fleiri tinda.
Ekið er til Hvolsvallar og þaðan inn í Fljótshlíð.(261)
Þegar komið er að afleggjara að Tumastöðum til vinstri er farið inn á hann og síðan ekið fram hjá bæjunum Tungu og Vatnsdal yfir hálsinn að Fiská.
Gangan hefst þar kl: 11.00. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og farið með rútu. Verð á rútuferð er 3000.
Skráning í rútuferð er á skrifstofu FÍ og líkur fimmtudaginn 23 mai.
Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 9.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Gangan er 6 - 8 km. Hækkun göngunnar er um 400 m.
Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla um kl. 15.30.
Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Munið eftir hálkubroddum.
Fararstjórar eru:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Ævar Aðalsteinsson 6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 8622863
Einar Ragnar Sigurðsson 8998803
Pétur Ásbjörnsson 8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir 6617746