Þriðja ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2013 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 16 mars.
Akrafjall er svipmikið fjall vestan Hvalfjarðar. Fjallið er raunar klofið í tvo hluta af miklum dal sem heitir Berjadalur og myndar þannig tvo kamba. Geirmundartindur er hæsti hnúkurinn og er á norðanverðu fjallinu. Háihnúkur og Jókubunga eru á sunnanverðu fjallinu. Fjallið er rofleif eftir ísaldarjökla. Þeir hafa grafið djúpann Hvalfjörðinn og mótað fjöllin umhverfis hann.
Akrafjall. Berjadalur blasir við..
Upphafstaður göngunnar er við mynni Berjadals skammt frá vatnsbóli Akurnesinga.
Ekið er sem leið liggur í gegnum Hvalfjarðargöngin og farinn Akrafjallsvegur (51) áfram að Akranesi. Ekki á að beygja inn í bæinn heldur fara til hægri til norðurs stuttan spöl uns komið er að afleggjara sem liggur upp að mynni Berjadals þar sem vatsbólin eru.
Gangan hefst þar kl: 10.00. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 9.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Fararstjórar eru:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Ævar Aðalsteinsson 6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 8622863
Einar Ragnar Sigurðsson 8998803
Pétur Ásbjörnsson 8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir 6617746