Fjall mánaðarins í nóvember er Ármannsfell
Ellefta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 17. nóvember.
Ármannsfell er allvíðáttumikið móbergsfjall, 764 m yfir sjó. Ármannsfell dregur nafn sitt af hálftröllinu Ármanni. Hann hafði víst haft þann starfa að standa fyrir kappglímum milli trölla og hálftrölla á Hoffmannaflöt undir Meyjarsæti, sem er austan við fjallið, en mun hafa gengið í fjallið að leiðarlokum. Ármannsfell er norðan við Þingvallaþjóðgarðinn og setur mikinn svið á allt umhverfið. Ármannsfellið hefur setið fyrir á ófáum málverkum og ljósmyndum í gegnum tíðina og það er mjög gaman að ganga á það og virða fyrir sér Þingvllasvæðið frá skemmtilegu sjónarhorni.
Ekið er austur á Þingvelli um Mosfellsheiði og beygt til vinstri áður en komið er að þjónustumiðstöðinni. Eknir nokkrir kíkómetra inn á veg 52 (Uxahryggja og Kaldadalsveg) . Farið framhjá Skógarhólum og gegnum Bolabás.Gangan hefst austan við Sleðaás, sunnan undir fjallinu. Þaðan er greið leið á fjallið þar sem fyrst er komið uppá suðurbrúnina. Síðan tekur við alllöng ganga norður á hæðsta hnjúkinn (sjá kort). Farin verður sama leið til baka. Leiðin er um 10 km. fram og til baka.
Mikilvægt er að vera búin og í samræmi við veður og aðstæður. Á þessum árstíma geta verið aðstæður með þeim hætti að auðvelt er að blotna og kólna. Því er nauðsynlegt að vera vel búin og alltaf er hætta á ísingu eða svellbunkum og því er gott að hafa hálkubrodda meðferðis.
Upphafsstaður göngu er austan við Bolabás og ofan við Sleðaás.
Ármannsfell séð frá Þingvöllum.
Þar hefst gangan kl. 10.15. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 09.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.
Um er að ræða 600 m hækkun og lengd göngu er um 10 km.
Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla um kl. 15.00.-16.00
Fararstjórar eru:
Örvar Aðalsteinsson 8993109
Ævar Aðalsteinsson 6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir 8622863
Einar Ragnar Sigurðsson 8998803
Pétur Ásbjörnsson 8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir 6617746