Fjall mánaðarins í nóvember er Ármannsfell 17. nóvember

Fjall mánaðarins í nóvember er Ármannsfell

Ellefta ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður  farin laugardaginn 17. nóvember.

Gongukort

Ármannsfell er allvíðáttumikið móbergsfjall, 764 m yfir sjó. Ármannsfell dregur nafn sitt af hálftröllinu Ármanni. Hann hafði víst haft þann starfa að standa fyrir kappglímum milli trölla og hálftrölla á Hoffmannaflöt undir Meyjarsæti, sem er austan við fjallið, en mun hafa gengið í fjallið að leiðarlokum. Ármannsfell er norðan við Þingvallaþjóðgarðinn og setur mikinn svið á allt umhverfið. Ármannsfellið hefur setið fyrir á ófáum málverkum og ljósmyndum í gegnum tíðina og það er mjög gaman að ganga á það og virða fyrir sér Þingvllasvæðið frá skemmtilegu sjónarhorni.

Ekið er austur á Þingvelli um Mosfellsheiði og beygt til vinstri áður en komið er að þjónustumiðstöðinni. Eknir nokkrir kíkómetra inn á veg 52 (Uxahryggja og Kaldadalsveg) . Farið framhjá Skógarhólum og gegnum Bolabás.Gangan hefst austan við Sleðaás, sunnan undir fjallinu. Þaðan er greið leið á fjallið þar sem fyrst er komið uppá suðurbrúnina. Síðan tekur við alllöng ganga norður á hæðsta hnjúkinn (sjá kort). Farin verður sama leið til baka. Leiðin er um 10 km. fram og til baka. 

Mikilvægt er að vera búin og í samræmi við veður og aðstæður. Á þessum árstíma geta verið aðstæður  með þeim hætti að auðvelt er að blotna og kólna. Því er nauðsynlegt að vera vel búin og alltaf er hætta á ísingu eða svellbunkum og því er gott að hafa hálkubrodda meðferðis.

Upphafsstaður göngu er austan við Bolabás og ofan við Sleðaás.

armannsfell-mynd 

 

 

 


Ármannsfell séð frá Þingvöllum.

Þar hefst gangan kl. 10.15. en þeir sem vilja geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 09.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.


Um er að ræða 600 m hækkun og lengd göngu er um 10 km.

Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla  um kl. 15.00.-16.00

 

Fararstjórar eru:

Örvar Aðalsteinsson                8993109

Ævar Aðalsteinsson                6965531

Ólafía Aðalsteinsdóttir           8622863

Einar Ragnar Sigurðsson         8998803

Pétur Ásbjörnsson                   8987960

Sigrún Hallgrímsdóttir            6617746