Fjall mánaðarins í október er Hengill – Skeggi 805 m

Hengill

Tíunda ganga verkefnisins Eitt fjall á mánuði 2012 á vegum Ferðafélags Íslands verður farin laugardaginn 27. október.

Hengillinn er víðáttumikið fjallasvæði um 30 km. fyrir austan Reykjavík. Fjallið liggur austan við Mosfellsheið og norðan við Hellisheiðina. Það er nokkurra kílómetra langt með mörgum breiðum bungum, hnjúkum og háum klettahöfðum, Hæsti höfðinn fjallsins heitir Skeggi  805 m. Hengillinn er megineldstöð og miðja á stóru eldstöðvakerfi. Það hefur gosið margoft og hlaðist upp á mörgum jökulskeiðum. Síðast gaus í Henglinum fyrir 2000 árum. Mikill jarðhiti er á Hengilssvæðinu. Frábært útsýni er af Skeggja og þaðan sést vel suður Hellisheiði, yfir Mosfellsheiði, Þingvallavatn og austur í sveitir. Í björtu veðri má sjá norður til jökla líka.

 Norðurhlið Skeggja séð frá Nesjavallavegi

Upphafstaður göngunnar er á bílastæði innan við Hellisheiðarvirkjun. Þar heitir Sleggjubeinsskarð. Gengið verður upp í skarðið og áfram svo kallaðar vesturbrúnir Hengilsins. Þegar komið er upp á fjallið er gengið yfir breiðar bungur og allveg norður á hæðsta höfðann. Gangan er um 12 km. fram og til baka. Hækkun göngunnar er 500 m.

Ekið er frá Reykjavík áleiðis upp í Svínahraun. Fyrir neðan Hveradali er beygt til vinstri að Hellisheiðarvirkjun. Ekið er í gegnum athafnasvæðið og alveg inn Sleggjubeinsdalinn. (Þar sem gamli Víkingskálinn var).

Gangan hefst  kl: 09.30. en þeir sem vilja, geta hist í Mörkinni 6 við húsakynni Ferðafélagsins og sameinast í bíla. Brottför úr Mörkinni 6 er kl. 09.00.
Hér er kort sem sýnir staðsetningu FÍ.

Hengill-kort-2

Um er að ræða 500 hækku m á Hengilinn - Skeggja og lengd göngu er um 12 km. öll leiðin.

Gera má gera ráð fyrir að hópurinn verði aftur við bíla mill kl. 14.00 – 15.00

 Klæðnað og útbúnað þarf að miða við veður og aðstæður. Munið eftir hálkubroddum.

 Fararstjórar eru:

Örvar Aðalsteinsson                8993109
Ævar Aðalsteinsson                6965531
Ólafía Aðalsteinsdóttir             8622863
Einar Ragnar Sigurðsson      8998803
Pétur Ásbjörnsson                  8987960
Sigrún Hallgrímsdóttir            6617746