Fjalla Eyvindur og Halla - afreksfólk öræfanna

Ferðafélag Íslands er umfangsmikill útgefandi bóka, korta og smárita sem tengjast ferðamennsku og náttúru landsins. Á hverju ári gefur FÍ út árbók félagsins sem hefur komið út í óslitinni röð í 85 ár og skipar sérstakan sess á fjölmörgum heimilum, og er ein nákvæmasta íslandslýsingin sem völ er á.  Þá koma einnig út á hverju ári smárit, handhægar gönguleiðalýsingar eða sögulegur fróðleikur um ákveðin svæði, sem og reglulega gefur félagið út kort af ákveðnum leiðum og svæðum.

Á þessu ári hefur félgagið gefið út tvö smarit, annað um Fjalla Eyvind og Höllu - afreksfólk öræfanna sem Hjörtur Þórarinsson tók saman, og gönguleðir í Glerárdal sem Haraldur Sigurðsson tók saman.

Bæði þessi rit fást á skrifstofu Ferðafélgs Íslands og kosta kr. 2000.

Þá hefur félagið endurútgefið kort um gönguleiðir í Þórsmörk og gönguleiðakort af Landmannalaugum og nágrenni er í lokavinnslu.

Árbókin 2012 er um Skagafjörð vestan vatna og höfundur hennar var Páll Sigurðsson.

Allar árbækur, smárit og kort fást á skrifstofu FÍ og eru tilvalin í jólapakkann hjá ferðafélaganum.