Fjallabók FÍ - safnaðu fjöllum með Ferðafélaginu

Safnadu_fjollum_500

Fjallabók FÍ er verkefni sem nú er að hefjast hjá Ferðafélaginu.  Í verkefninu eru allir hvattir til að ganga á fjöll og skrá í sérstaka Fjallabók FÍ.  Þegar þú hefur gengið á 10 fjöll og fyllt út í bókina og með undirskrift ferðafélaga þá fá þátttakendur viðurkenningu frá Cintamani.  Öll fjöll eru gild í verkefnið en aðeins má skrá hvert fjall einu sínni.

Fjallabækur FÍ fást á skrifstofu FÍ og liggja frammi víðar.

Þegar farið er á fjöll

Munum að vera í góðum gönguskóm. Hlý nærföt og hlífðarfatnaður er nauðsynlegur.

Förum aldrei svöng á fjöll. Höfum nægilegt nesti til dagsins þó við ætlum í stutta göngu.  Gott er að hafa heitt á brúsa.

Skoðum veðurspá fyrir brottför og skiljum eftir ferðaplan.

Munum að því betur sem við undirbúum fjallgönguna, t.d. með því að lesa um svæðið og skoða kort þeim mun ánægjulegri verður ferðin, áhuginn vex og þar með verður gengið á fleiri fjöll.

Góða ferð.