Fjallaskíða- og gönguskíðaferðir

Mikil vakning er í skíðaiðkun landsmanna. Á undanförnum árum hafa fjölmargir uppgötvað frelsi fjallaskíðanna þar sem gengið er upp fjöll með skinn undir skíðum og skíðað niður í ósnortnum snjó.

Í ár hefur svo orðið mikil fjölgun í hópi gönguskíðamanna og þeir eru ófáir sem æfa sig í gönguskíðasporum í Bláfjöllum eða í Heiðmörkinni. Gönguskíði með stálköntum þurfa ekki skíðaspor og eru fyrirtaks ferðaskíði að vetri til.

Framundan næstu vikur og mánuði eru nokkrar ferðir fyrir skíðagarpa á dagskrá Ferðafélags Íslands. Fyrst ber að nefna þrjár gönguskíðaferðir, um Engi- og Marardal, um Mosfellsheiði og að lokum um Grindarskörð. Þá verða líka í boði fjórar fjallaskíðaferðir, á Eyjafjallajökul, yfir Snæfellsnes, á Siglufirði og að lokum áBirnudalstind.

Athugið að nú þegar er uppselt í einhverjar af þessum ferðum og komnir biðlistar svo við hvetjum fólk til að hafa hraðar hendur og panta með því að hringja í síma 568 2533.