Fjallaskíðamennska í samstarfi við Jökul Bergmann

Kynningarkvöld um fjallaskíðamennsku Í samstarfi við Íslenska Alpaklúbbinn: 25 Febrúar kl 20:00
Jökull Bergmann sýnir magnaðar myndir og videó þar sem fjallaskíðamennska er í aðalhlutverki,ásamt því sem fólki gefst tækifæri til að skoða allan þann sérhæfða búnað sem fylgir sportinu og fá ráðleggingar frá eina faglærða fjallaleiðsögumanni landsins. Spennandi tækifæri til þess að kynna sér þetta magnaða sport. 
Allur ágóði rennur í viðgerðasjóð vegna endurbóta á Bratta, skála Íslenska Alpaklúbbsins í Botnsúlum sem er kjörin áfangastaður fjallaskíðafólks á suð vestur horninu.Verð: 500.- eða frjáls framlög Fjallaskíðanámskeið,1 dagur2 námskeið  27 og 28 febrúar.
Mæting í Mörkinni kl 08:00 1 dagur á fjöllum þar sem að farið er yfir grunnþætti fjallaskíðamennsku s.s mat á snjóflóðahættu, snjóflóðaleit, uppsetningu á öruggri leið og almenna vetrarfjallamennsku. Þetta örnámskeið er ætlað sem verkleg kynning á sportinu og fer fram í nágrenni borgarinnar þar sem aðstæður eru bestar á þeim tímapunkti. Fjallaskíða og öryggisbúnaður fæst leigður á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.Verð: 15.000.- Utan búnaðar