Fjallaskíðanámskeið

Fjallaskíðanámskeið
26.mars bóklegt, 28-29.mars verklegt.

Grunnnámskeið í fjallaskíðamennsku

Tilgangur þessa námskeiðs er að kynna fyrir þátttakendum þá ótrúlegu möguleika til útivistar og ferðalaga að vetri til sem opnast með fjallaskíða og Telemark útbúnaði og kunnáttu. Námskeiðið er eitt kvöld þar sem að farið er yfir búnað og aðferðafræði ásamt því að undirbúa þátttakendur fyrir verklega þáttinn sem fer fram á tveimur dögum. Í lok þessa námskeiðs eiga þátttakendur að búa yfir grunnþekkingu á fjallaskíðamennsku og geta tekið þátt í almennum fjallaskíðaferðum með sér vanara fólki.

Helstu atriði sem farið er yfir á námskeiðinu:

  • Útbúnaður og fatnaður, kostir og gallar
  • Uppgöngu og skíðatækni við misjafnar snjó aðstæður
  • Leiðarval
  • Mat á snóflóðahættu og leit í snjóflóðum
  • Rötun og kortalestur
  • Grunnatriði vetrarfjallamennsku
  • Öryggisatriði

Dagskrá:

Fimmtudagur 26 mars Kl: 19:00 – 21:30
Mæting í sal FÍ í Mörkini 6

Laugardagur 28 mars – Sunnudagur 29 apríl
Mæting Kl: 08:00 í Mörkini 6 báða dagana og haldið til fjalla í verklega þátt námskeiðsins. Gert er ráð fyrir að vera komin til baka til Reykjavíkur um kl 17:00 báða dagana.

Útbúnaðarlisti fyrir fjallaskíðanámskeið:

§        Vind og vatnsheldur jakki (Gore Tex eða sambærilegt)

§        Vind og vatnsheldar buxur (Gore Tex eða sambærilegt)

§        Bakpoki (Nægilega stór fyrir nesti, skóflu, snjóflóðastöng og auka föt)

§        Skíðasokkar

§        Nærföt (Ull eða gerviefni)

§        Skíðabuxur (Soft Shell, flís)

§        Flís eða ullar peysa

§        Hanskar (Tvö pör, þykkir, þunnir)

§        Húfa

§        Vatnsflaska – Hitabrúsi ( Í það minnsta 1 lítir)

§        Lítil sjúkrataska (Hælsæris plástrar og annað persónulegt sjúkradót)

§        Sólgleraugu

§        Skíðagleraugu

§        Sólaráburður

§        Skíði (Fjallaskíði, Telemark, Split Board)

§        Skinn

§        Skíðastafir

§        Fjallaskíðaskór

§        Skíðabroddar

§        Skófla

§        Snjóflóðastöng

§        Snjóflóðaýlir

Sumt af þessum búnaði er hægt að fá leigt hjá Fjallakofanum í Hafnarfirði 510 9505, Everest í Skeifunni 533 4450  eða hjá Bergmönnum ehf. Ef þú hefur einhverjar spurningar um búnað skaltu ekki hika við að hafa samband, jb@bergmenn.com eða í síma 698 9870