Fjallaverkefni FÍ 2016

Ferðafélag Íslands heldur úti nokkrum fjallaverkefnum sem öll eiga það sammerkt að vera lokuð verkefni sem ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Verkefnin byrja flest í upphafi árs þegar þátttakendur fá í hendurnar fyrirfram ákveðna fjalladagskrá fyrir viðkomandi verkefni.

Meginmarkmið þessara verkefna er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum Ferðafélags Íslands er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Árgjald Ferðafélags Íslands er innifalið í þátttökugjaldi.

Kynningafundir verða haldnir í byrjun janúar.

Sjá nánar um hvert fjallaverkefni og dagskrá þeirra.