Fjallaverkefni haustsins

Ferðafélag Íslands kynnir tvö fjallaverkefni sem fara af stað í haust. Annars vegar Haustgöngur Alla leið og hins vegar verkefnið Næsta skref. Kynningarfundir verða haldnir 24. og 25. ágúst.

haust.jpg

Bæði þessi verkefni eru lokuð og ganga út á reglulegar fjallgöngur, heilsubót og góðan félagsskap. Í upphafi fá þátttakendur í hendurnar fyrirfram ákveðna dagskrá fyrir viðkomandi verkefni en fyrstu göngurnar í kjölfar kynningarfundanna eru opnar kynningargöngur þar sem allir geta mætt og mátað sig við hópinn.

Kynningarfundur fyrir Haustgöngur Alla leið verður kl. 20, miðvikudaginn 24. ágúst og kynningarfundur fyrir Næsta skref verður degi síðar eða kl. 20, fimmtudaginn 25. ágúst. Báðir fundirnir eru haldnir í sal FÍ, Mörkinni 6.

Hér má skoða haustdagskrá Alla leið.
Hér má skoða haustdagskrá Næsta skref.

Meginmarkmið fjallaverkefna Ferðafélags Íslands er útivera, náttúruupplifun, gleði og góður félagsskapur. Eins og í öllum ferðum er mikil áhersla lögð á fræðslu og öryggi á fjöllum. Hér má lesa nánar um fjallaverkefni Ferðafélags Íslands, þar með talið verkefnin Alla leið og Næsta skref.

haust2.jpg
Haustfegurð á Þingvöllum