Fjallgönguleiðir við Glerárdal er sextándi titilinn í ritröðinni Fræðslurit Ferðafélags Íslands. Markmiðið er að gefa greinargóðar leiðarlýsingar af áhugaverðum gönguleiðum um hæsta hluta Tröllaskaga sem er einn mesti fjallgarður á Íslandi. Lýsingarnar eiga að vera nægilega góðar til að auðvelt sé að rata í góðu skyggni. Sumar leiðirnar eru vel þekktar eins og á Kerlingu, Súlur og 7tinda, en aðrar minni þekktar. Má þar nefna leið á Lambárdalshnúk og Tröllafjall sem er annað hæsta fjall Tröllaskaga.
Fjöllin umhverfis Glerárdal bera merki mikilla eldsumbrota fyrir milljónum árum sem hafa mótast af ísaldarjöklum. Stórbrotið, jökulsorfið landslag með misbröttum fjöllum, jöklum í skálum og grónum dölum. Einnig skartað svæðið fjölbreyttum gróðri og fuglalífi. Bestu fáanlegu tækni hefur verið beitt við gerð korta. GPS hnit fylgja með hverri gönguleið fyrir sig.
Það er von Ferðafélags Íslands að þetta rit verði hvatning til fólks að ganga um svæðið og njóta þess.