Fjallið Skjaldbreiður

Myndir úr FÍ ferð á Skjaldbreið í tilefni af 200 ára afmæli Jónasar Hallgrímssonar. Veður var ágætt í upphafi ferðar en versnaði nokkuð snarlega, vindhraði þegar upp var komið var um 18 metrar á sekúndu og 7 stiga frost. Fararstjórar voru Páll Ásgeir Ásgeirsson og Páll Guðmundsson.
Leifur Þorsteinsson var með fróðleik um líf og ljóð Jónasar og Steinunn Leifsdóttir las nokkur ljóð Jónasar. Gerð var tilraun til að syngja á toppnum en hún fauk að mestu út í hressilegar vindkviðurnar.

Skjaldbreiður 18. nóv