Fjölskyldu og jeppaferð í Landmannalaugar - skálavörður til starfa

Ferðafélagið stendur fyrir fjölskyldu og jeppaferð í Landmannalaugar um næstu helgi.  Ferðin er hugsuð fyrir jeppa á minnst  31".  Farið verður í tveimur hópum, fyrri hópurinn fer á seinnipart föstudags og seinni hópurinn kl. 8 á laugardagsmorgni. Báðir hópar samræma för sína frá Hrauneyjum. Bilar úr fyrri hópnum munu svo koma til móts við laugardagshópinn ef færið er erfitt.  Verð í ferðina er 5000 krónur á bíl fyrir félagsmann FÍ auk skálagjalda en kr. 7000 fyrir utanfélags.  Skráning er á skrifstofu FÍ í síma 568 - 2533.

Það skal tekið fram að allar ferðir bíladeildar Ferðafélags Íslands eru fjölskylduferðir - þótt menn stundum komist ekki í skála á kjörtíma.

Skálavörður FÍ í Landmannalaugum mætir til starfa um helgina og veðrur skálagæsla í Laugum allar helgar fram yfir páska.  Hefðbundin skálagæsla í sumar verður frá byrjun júní eða þegar vegir opna.

Fararstjóri í ferðinni er Gisli Óafur Pétursson og veitir hann nánari upplýsingar: 895-0300

gop9sept
Fararstjórinn Gísli Ólafur undir stýri á jeppanum sínum.