Fjölskylduferð í Þórsmörk

Þórsmörk 15.16.17. ágúst 2008

 

Kynning á fararstjórum:

Þórður Ingi, sá með gula hárbandið

Fríður María,

Maríanna, klappstýra

 

 

Hér er um að ræða ferð  þar sem gert verður út á hressileika, kvöldvöku, gleði, bros, klappstýrunámskeið, rassabolti, og margt fleira ásamt smá harðsperrur, brennu,flugeldar, gáta ferðarinnar, hver er höfundur ljóðsins og hvert var tilefnið:

“Aldrei skal eg elska neina auðartróðu

Aðra´en þig á þessu láði,

Það er að segja: að nokkru ráði.”

 

 

Fyrir hverja

Allir velkomnir, fjölskyldan í allri sinni mynd, einstaklingar að báðum kynjum, eldri borgarar sérlega hvattir til að taka góða skapið með ásamt slatta af barnabörnum.

 

Föstudagur 15.ágúst:

 

Brottför frá Mörkinni 6 kl.18.00. Komið í Þórsmörk kl.21.30 stutt kynning á helgardagskránni, jóga fyrir svefninn.

 

Laugardagur 16.ágúst:

 

Dagurinn hefst á morgunverði og jóga tíma.

Síðan gönguferðir, en gera má ráð fyrir tveimur gönguferðum, einni stuttri og einni langri, sú langa 4-6 klst.  Eftir gönguna jóga, teygjur og slökun, fyrir þá er vilja meira verður boðið upp á sérstakan Markar-þrek hring. Klappstýrudansinn æfður fyrir kvöldvökuna. Grill og flugeldar.

 

Sunnudagur 17.ágúst:

 

Jóga og létt leikfimi, ásamt morgunverði. Tekið til í skála.

Stakkholtsgjáin skoðuð og gengið inn að fossinum og síðan haldið í bæinn

 

Verð:16.000/18.000 eða 30.000 fyrir fjölskylduna

Innifalið: Rúta, gisting, farastjórn og grilllveisla.

 

Skráning á skrifstofu Ferðafélags Íslands 568-2533, fi@fi.is