Fjörður og fjöllin í Grýtubakkahreppi

Í sumar verður á dagskrá Ferðafélags Íslands glæný og spennandi ferð um Fjörður og Látraströnd undir leiðsögn Hermanns Gunnars Jónssonar sem þekkir svæðið á milli Eyjafjarðar og Skjálfanda eins og lófann á sér.

Skoða ferð

Á nýrri vefsíðu www.skottast.is má einmitt lesa áhugavert viðtal við Hermann Gunnar sem er mikill sérfræðingur um þetta svæði og gaf út bókina, Fjöllin í Grýtubakkahreppi árið 2016.

Bókin er tvískipt, annars vegar ferðasögur höfundar á alla fjallatinda í Grýtubakkahreppi og hins vegar gönguleiðalýsingar á valin fjöll í sveitarfélaginu.

Tindarnir, sem Hermann Gunnar gekk á, eru yfir hundrað talsins og sannkallað þrekvirki að takast á við jafn viðamikið verkefni.

Lesa viðtalið

Vefsíðan Skottast birtir vikulega áhugaverðar greinar, skemmtileg viðtöl, frásagnir um fjallgöngur, bátsferðir, skíðamennsku, hlaup, hjólaferðir, kryddjurtarækt, endurvinnslu eða hvaðeina sem kemur náttúrunni við.