Flottur hópur á toppi Herðubreiðar

Á þriðja tug fjallagarpa úr hópi Ferðafélags Íslands héldu á Herðubreið um helgina, en fjallið hefur oft verið nefnd drottning Íslenskra fjalla.  Sumir fjallagarpana hafa gengið á fjallið yfir 20 sinnum en aldrei verið eins heppin með útsýni og nú, Tómas Guðbjartsson fararstjóri er einn þeirra, „það var klikkað útsýni og sennilega það besta sem ég hef fengið í mínum 24 ferðum á Herðubreið og 30 ferðum í Kverkfjöll.“

Kverkfjöll og Herðubreið, andstæður elds og íss og sjálf fjalladrottningin
„Þetta er ferðin Eldur og ís mætast í Kverfjöllum, sem ég farið í allmörg ár fyrir FÍ. Við skoðuðum einnig Holuhraun, Herðubreiðarlindir og Hvannalindir,“ segir Tómas Guðbjartsson fararstjóri um ferð helgarinnar.

Hópurinn var 6 klst á Herðubreið og gengu um 20km í Kverkfjöllum á rúmum 10klst.

Hér má sjá nokkrar myndir úr ferðinni.

Drottning Íslenskra fjalla, Herðubreið
Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Í „Völundarhúsinu“ á Kverkjökli. Að þessu sinni var mjög auðvelt að finna leið út á Löngufönn og aðstæður frábærar.
Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Tómas Guðbjartsson, fararstjóri
Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Langafönn
Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Mynd af Gengissigi sem er eystri ketillinn í Kverkfjöllum. Hinn vestari er Galtárlón. Það var óvenjumikið af sprungum í kringum hann og lítið í lóninu sem bendir til þess að talsverð virkni sé þar nú.
Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Mynd: Anna Dóra Sæþórsdóttir

Kverkfjöll.
Mynd: Tómas Guðbjartsson

Kjartan Long hoppandi kátur á toppi Herðubreiðar