Fólk á fjöllum

Fólk á fjöllum er ný bók eftir blaðamanninn og fararstjórann Reyni Traustason. Í bókinni er sagt frá ferðaævintýrum sex íslenskra útivistargarpa sem allir eiga það sameiginlegt að vera félagar í Ferðafélagi Íslands.

Sex Íslendingar, sem eiga það sameiginlegt að vera náttúrubörn og útivistarfólk, segja sögu sína í bókinni. Þetta eru spennandi frásagnir af ævintýrum, svaðilförum og hetjudáðum þar sem ástin á óbyggðunum skín alls staðar í gegn. Söguhetjurnar eru sannar fyrirmyndir þeim sem vilja auka lífsgæði sín með útivist og ævintýrum í óbyggðum.

Tómas Guðbjartsson hjartaskurðlæknir hefur stundað fjallamennsku frá blautu barnsbeini og varð fyrst fararstjóri rétt kominn af barnsaldri. Í Kverkfjöllum og á Herðubreið er hann á heimavelli.

Sigríður Lóa Jónsdóttir sálfræðingur hefur sérhæft sig í ferðalögum um Hornstrandir. Hún segir m.a. af fundi sínum með Brad Pitt á fjöllum.

Valtýr Sigurðsson, fyrrum ríkissaksóknari, hörkutól og fjallaskíðamaður ferðast gjarnan með harmonikku á bakinu. Hann elskar söng og dans á tindum og fjallaskörðum.

Kerstin Langenberger ljósmyndari, leiðsögumaður og fyrrum skálavörður í Landmannalaugum. Þegar Eyjafjallajökull gaus tjaldaði hún ofan við eiturgufurnar og náði stórkostlegum myndum.

Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður og forseti Ferðafélags Íslands á að baki svaðilfarir yfir Grænlandsjökul og yfir Suðurskautslandið á Suðurpólinn.

Vilborg Arna Gissurardóttir er afrekskonan sem gekk ein á Suðurpólinn og hefur klifið yfir 8000 metra fjall án súrefnis. Tvisvar hefur hún lent í lífsháska á Everest.

Reynir Traustason, höfundur bókarinnar Fólk á fjöllum er blaðamaður og fyrrum ritstjóri og hefur skrifað metsölubækur á borð við Ljósið í Djúpinu, Örlagasögu Rögnu á Laugabóli og Líf og leyndardóma Sonju W. Zorrilla. Undanfarin ár hefur hann stundað fjallamennsku af krafti. Samhliða blaðamennsku hefur hann verið skálavörður og fararstjóri hjá Ferðafélagi Íslands.

Bókin sem er glæsileg, fallega myndskreytt og með skemtilegum texta er í sölu í öllum helstu bókaverslunum landsins, einnig í Bónus, Samkaupum og Hagkaup.

folkafjollum_bordi.jpg