Fossaganga á Gnúpverjaafrétti

Um helgina verða fossar Þjórsár skoðaðir í þessari bráðskemmtilegu helgarferð.  Þar ber helst að nefna Kjálkaversfoss, Dynk og Gljúfurleirarfoss að auki verður gegnið á Ófærutanga og Geldingartanga.

Dagur 1   á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Dalsá, gljúfur hennar og fossar skoðaðir. Haldið að Dynk og á Kóngsás. Ekið í Gljúfurleit. Heitur matur.  Gist er í skála í Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétt

Dagur 2 Ekið inn á Kóngsás. Haldið áfram niður með Þjórsá.  Gengið um Niðurgöngugil að Ófærutanga.  Þaðan að Gljúrfurleitarfossi í Þjórsá.  Rútan ekur fólki að Árnesi og er áætlað að koma þangað um kl 20.

Verð kr. 13000 / 16000

Innifalið: Rúta frá Árnesi, gisting, fararstjórn og kvöldverður.