Fossaganga á Gnúpverjaafrétti

Fararstjórn: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir
Hámarksfjöldi: 30
Gengið með Þjórsá að vestan og skoðaðir 2 stórfossar hennar, Dynkur og Gljúfurleitarfoss. Að auki er gengið á tignarsmiðina Ófærutanga og Geldingatanga.
1. d.  Lagt af stað frá Árnesi kl.10:00 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Dalsá, gljúfur hennar og fossar skoðaðir. Haldið að Dynk og á Kóngsás. Ekið í Gljúfurleit. Heitur matur.  Gist er í skála í Gljúfurleit á Gnúpverjaafrétt
2. d. Ekið inn á Kóngsás. Haldið áfram niður með Þjórsá.  Gengið um Niðurgöngugil að Ófærutanga.  Þaðan að Gljúrfurleitarfossi í Þjórsá og upp með Geldingaá.  Rútan ekur fólki að Árnesi og er áætlað að koma þangað um kl 20.
Verð: 16.000 / 18.000
Innifalið: rúta frá Árnesi, gisting, kvöldverður og fararstjórn.
Sjá myndir frá því í fyrra hér http://www.flickr.com/photos/ferdafelag/sets/72157601595102728/