Fossaganga 2011
Afskaplega falleg leið sem allt of fáir þekkja. Gengið er að tveimur stórum fossum í Þjórsá, Dynk sem mörgum finnst stórkostlegasti foss landsins og Gljúfurleitarfossi sem er mikill, gullfallegur en vel falinn. Einnig er gengið á Ófærutanga og Geldingatanga sem báðir fá mann til að segja "vá"!
Gist verðu í húsi í Hólaskógi sem er fremst á Gnúpverjaafrétti. Þar eru vatnssalerni, sturtur og gufubað og boðið upp á matarmikla Fossagöngusúpu.
1. dagur: Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt sem liggur með Þjórsá að vestan allt til Hofsjökuls. Rútan yfirgefin og gengið að fossinum Dynk og síðan farið um tilkomumikið landi meðfram Þjórsá á Ófærutanga og síðan að Gljúfurleitarfossi og á Geldingatanga. Ævagamall og sérstæður kofi á Tranti heimsóttur. Fyrri daginn endar ganga á því að ganga upp með bergvatnsánni Geldingaá sem fellur í mörgum stöllum í Þjórsá. Farið í rútuna og ekið í vel búinn skála í Hólaskógi, þar sem er sameiginlegur heitur matur.
2. dagur: Perlur í Þjórsá og Þjórsárdal, sem eru fæstum kunnar, skoðaðar.
Seinni daginn er gengið upp á Stangarfell í Þjórsárdal og inn eftir brún Fossárdals að Háafossi, komið að honum í stórkostlegu gljúfri þar sem hinn 122m. hái foss fellur fram af brúninni. Gengið upp á brún fossins og þar rútanbíður göngumanna og flytur til byggða.
Áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl. 20.
Númer: H-9
Dagsetning: 13.8.2011 - 1.1.1900
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Fossaganga á Gnúpverjaafrétti
Erfiðleikastig:
Lýsing:
HÁLENDIÐ: Fossaganga á Gnúpverjaafrétti
13.-14. ágúst
Fararstjórar: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir
Hámarksfjöldi: 30
Gengið með Þjórsá að vestanverðu. Stórfossar Þjórsár og fossar í þverám hennar skoðaðir.
1. dagur: Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Dalsá. Haldið að Dynk og á Kóngsás. Gist er í skála í Hólaskógi þar sem er sameiginlegur heitur matur.
2. dagur: Perlur í Þjórsá og Þjórsárdal, sem eru fæstum kunnar, skoðaðar. Áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl. 20.
Verð: 22.000/25.000
Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórn og einn kvöldverður.