2. dagur: Perlur í Þjórsárdal, sem eru fæstum kunnar, skoðaðar. Gengið á Stangarfell, inn Fossárdal að Háfossi og Granna. Komið er að fossunum niður í gljúfrinu en síðan gegnið upp á brún. Áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl. 20.
Fossasvæðið í Þjórsá og þverám hennar á Gnúpverjaafrétti býr yfir stórkostlegri náttúrufegurð sem vert er að gefa sér góðan tíma til þess að skoða. Þar er að finna fossana Kjálkaversfoss, Dynk, sem er afskaplega tilkomumikill og sérkennilega fjölbreyttur að allri gerð og Gljúfurleitarfoss. Allnokkrir fossar eru líka í þverám sem falla í Þjórsá á þessu svæði,. Sérstaklega þykir slæðufoss einn í Hölkná einn sá fegursti á landinu.Geldingaá og Hölkná mynda ásamt Þjórsá tvo tignarleg tanga sem gengið er á. Lengi hafa staðið deilur um virkjanaframkvæmdir í jaðri Þjórsárvera sem myndu ræna þessa tignarlegu fossa mestöllu vatnsmagni sínu. Um þessar mundir virðist samstaða um að vatnsrennsli í þeim verði ekki skert frekar en orðið er.