Fossaganga á Gnúpverjaafrétti

HÁLENDIÐ: Fossaganga á Gnúpverjaafrétti - Ferðir FÍ
Ferðir - RSS
Númer:

H-8
Dagsetning: 14.8.2010
Brottfararstaður: Mörkin 6 kl. 8
Viðburður: HÁLENDIÐ: Fossaganga á Gnúpverjaafrétti
Erfiðleikastig: Miðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfunMiðlungslangar dagleiðir (yfirleitt 5 – 7 klst.) oft í hæðóttu landi • bakpoki þarf ekki að vera þungur • engar eða auðveldar ár • þátttakendur þurfa að vera í nokkuð góðri þjálfun
Lýsing:

Fossaganga á Gnúpverjaafrétti. 14.-15. ágúst

Nr. H-8

Fararstjórar: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir

Gengið með Þjórsá að vestanverðu.

Stórfossar Þjórsár og fossar í þverám hennar skoðaðir. 1. dagur: Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og ekið um Þjórsárdal inn á Gnúpverjaafrétt að Geldingaá Gengið niður með henni á Geldingatanga og að Gljúfurleitarfossi og síðan upp með Þjórsá að Dynk með viðkomu á Ófærutanga. Rúta bíður göngufólks við Kóngsás og ekur því í glæsilegan skála í Hólaskógi þar sem er sameiginlegur heitur matur.Vaða þarf litlar bergvatnsár og gott að hafa með sér vaðskó.

2. dagur: Perlur í Þjórsárdal, sem eru fæstum kunnar, skoðaðar. Gengið á Stangarfell, inn Fossárdal að Háfossi og Granna. Komið er að fossunum niður í gljúfrinu en síðan gegnið upp á brún. Áætlaður komutími til Reykjavíkur um kl. 20.

 Fossasvæðið í Þjórsá og þverám hennar á Gnúpverjaafrétti býr yfir stórkostlegri náttúrufegurð sem vert er að gefa sér góðan tíma til þess að skoða. Þar er að finna fossana  Kjálkaversfoss, Dynk, sem er afskaplega tilkomumikill og sérkennilega fjölbreyttur að allri gerð og Gljúfurleitarfoss. Allnokkrir fossar eru líka í þverám sem falla í Þjórsá á þessu svæði,. Sérstaklega þykir slæðufoss einn í Hölkná einn sá fegursti á landinu.Geldingaá og Hölkná mynda ásamt Þjórsá tvo tignarleg tanga sem gengið er á. Lengi hafa staðið deilur um virkjanaframkvæmdir í jaðri Þjórsárvera sem myndu ræna þessa tignarlegu fossa mestöllu vatnsmagni sínu. Um þessar mundir virðist samstaða um að vatnsrennsli í þeim verði ekki skert frekar en orðið er.


Verð: 27.000 / 30.000. Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórn og einn kvöldverður.

Fossasvæðið í Þjórsá á Gljúfurleit og þverám hennar býr yfir stórkostlegri náttúrufegurð sem vert er að gefa sér góðan tíma til þess að skoða. Í Þjórsá á Gljúfurleit er að finna fossinn Dynk sem er afskaplega tilkomumikill og sérkennilega fjölbreyttur að allri gerð. Lengi hafa staðið deilur um virkjanaframkvæmdir í jaðri Þjórsárvera sem myndu ræna þessa tignarlegu fossa mestöllu vatnsmagni sínu. Um þessar mundir virðist samstaða um að vatnsrennsli í þeim verði ekki skert frekar en orðið er.
Eitt er nokkuð sérstætt um Dynk hinn mikla en það er að hann heitir í raun tveimur nöfnum. Gnúpverjar kölluðu hann Dynk og undir því nafni er hann þekktur en Holtamenn sem smöluðu austan árinnar kölluðu hann Búðarhálsfoss. Hið sama gildir um annan fallegan foss talsvert norðar í ánni. Sá heitir Kjálkaversfoss hjá Gnúpverjum en Hvanngiljafoss meðal Holtamanna.
Neðarlega á Gljúfurleit falla Geldingaá og Hölkná í Þjórsá og í þeim eru fallegir fossar, sérstaklega þykir slæðufoss einn í Hölkná einn sá fegursti á landinu.