Fossaganga - náttúruperlur i Þjórsárdal 4. - 6. ágúst

Fararstjórar: Sigþrúður Jónsdóttir og Björg Eva Erlendsdóttir. Hámarksfjöldi: 30

Gengið með Þjórsá að vestanverðu. Stórfossar Þjórsár og fossar í flverám hennar skoðaðir.

Náttúruperlur í Þjórsárdal og við Þjórsá í óbyggðum Gnúpverjaafréttar, sem eru fáum kunnar, skoðaðar.

1. dagur: Lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 8 á laugardegi og í Þjórsárdal. Gengið á Stangarfell í Þjórsárdal og inn Fossárdal að Háafossi, komið að honum í stórkostlegu gljúfri þar sem hinn 122 m hái foss fellur fram af brúninni. Gengið upp á brún fossins. Þar bíður rúta göngumanna og flytur í veglegt hús í Hólaskógi þar sem borinn er fram heitur kvöldverður og gist.

2. dagur: Ekið inn á Gnúpverjaafrétt, sem liggur með Þjórsá að vestan allt til Hofsjökuls, í Bjarnarlækjarbotna. Þaðan gengið með Bjarnarlæk að Þjórsá þar sem Kjálkaversfoss blasir við. Farið um Loðnaver að Dalsá og gengið upp með henni þar sem hún felllur í mörgum fossum. Gist í skála í Gljúfurleit þar sem boðið verður upp á heitan mat.

3. dagur: Ekið að Kóngsás og gengið að fossinum Dynk. Síðan farið um tilkomumikið land meðfram Þjórsá um Niðurgöngugil, Ófærutanga og síðan að Gljúfurleitarfossi og á Geldingatanga. Ævagamall og sérstæður kofi á Tranti heimsóttur. Dagurinn endar á göngu upp með bergvatnsánni Geldingaá sem fellur í mörgum stöllum í Þjórsá. Ekið þaðan til Reykjavíkur, áætluð koma kl. 20.

Verð: 27.000 / 30.000

Innifalið: Rúta, gisting, fararstjórn og kvöldmáltíðir.