Göngu-, fjallaskíða- og vélsleðafólk er boðið velkomið á ókeypis fræðslukvöld með snjóflóðaþema fimmtudagskvöldið 13. október. Fræðslukvöldið er haldið á vegum Safetravel, Sjóvá og Slysavarnafélagsins Landsbjargar og hefst kl. 20 í Háskólanum í Reykjavík.
Tveir erlendir fyrirlesarar og einn innlendur munu halda erindi en efnið hentar öllum þeim sem ferðast á fjöllum að vetrarlagi. Kristján B. Tómasson fjallar um mannlega þáttinn, fjórðu breytuna og snjóflóð, Per Olov Wikberg mun fjalla um snjallsíma og snjóflóðamat og Mike Wiegele tala um gátlista við snjóflóðamat.
Enginn aðgangseyrir er að kvöldinu og allir velkomnir.