Fræðslukvöld um skíðagöngu

Fræðslukvöld um skíðagöngu

Göngugleði skíði 500
Göngugleði FÍ í skíðagöngu á sunnudegi.

Skíðagöngufélagið Ullur og Ferðafélag Íslands standa fyrir fræðslukvöldi um skíðagöngu miðvikudaginn 6. febrúar í sal FÍ Mörkinni 6 kl. 20.00.

Leiðbeint verður um ferðalög á gönguskíðum, búnað, fatnað, öryggisatriði og komið inn á vetrarferðamennsku almennt.  Einnig verður fjallað um skíðagöngu sem líkamsrækt og keppni. Þá verður farið yfir skíðabúnað og hvað þarf að hafa í huga við val á búnaði jafnt til ferðalaga sem göngu í tilbúnu spori.  Sýnt verður hvernig borið er á gönguskíði.

Að lokum verður fjallað um Íslandsgönguna á skíðum, fjallað um skíðaferðir FÍ og sýnt myndband frá Vasagöngunni.

Þátttaka er ókeypis og allir velkominir

 Skíðagöngufélagið Ullur
Ferðafélag Íslands