Fréttapóstur FÍ 12. desember

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands  12. desember
 
Myndakvöld FÍ í kvöld
rannsóknarferðir Jónasar  -
hugmyndir um virkjun Hagavatns.

Næsta myndakvöld FÍ er í kvöld 12. desember.  Á fyrri hluta myndakvöldsins sýnir Sveinn Jakobsson jarðfræðingur myndir og segir frá rannsóknarferðum Jónasar Hallgrímssonar.  Á seinni hluta myndakvölds: jarðfærði svæðisins og hugmyndir um virkjun Hagavatns.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ sýnir myndir og segir frá gönguleðinni frá Bláfellshálsi, með Jarlhettum,  að Hagavatni, Hlöðuvöllum, Skjaldbreið, Klukkuskarði og  að Laugarvatni.   
Myndakvöldið hefst kl. 20. 
Aðgangseyrir er kr. 600.
Kaffi og meðlæti.
Allir velkomnir.

FÍ Cintamani húfur á skrifstofu FÍ

Nú fást á skrifstofu FÍ ullarhúfur með flís fóðrun merktar FÍ.  Húfurnar eru á sérstöku tilboðsverði fyrir félagsmenn í Ferðafélaginu.  Hægt er að hringja og panta húfu eða koma við á skrifstofunni. Takmarkað upplag er til af húfum. Um er að ræða mjög vandaðar og góðar húfur, handsaumaðar á Íslandi. Tilvalin jólagjöf fyrir ferðafélaga.

Ferðafélag Skagfirðinga tilkynnir:

Ingólfsskála í Lambahrauni, norðan Hofsjökuls hefur nú verið læst af illri nauðsyn.
Í anddyri skálans sem verður opið, er lyklageymlsa með talnalás. Ferðamenn sem koma að skálanum án þess að eiga gistingu pantaða, skulu hringja í eitthvert neðantalinna númera til að fá rétta talnaröð að lásnum.

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna.

22. desember kl. 10. Brottför frá Mörkinni 6.  Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá.  Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka.
Góður búnaður.  Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.
Fararstjórar: Þórhallur Ólafsson Neyðarlínunni og Páll Guðmundsson FÍ.

Þrettándaferð FÍ í Þórsmörk 
5. - 6. janúar

Farið á jeppum og farið í jeppa- og gönguferðir eftir því sem aðstæður leyfa

Lagt af stað úr Reykjavík snemma morguns á laugardegi. Þátttakendur hittast við Hlíðarenda á Hvolsvelli um kl. 10.  Ferðin hefst síðan kl. 10.30 þegar haldið er af stað frá Hlíðarenda.  

Grillveisla og kvöldvaka í Skagfjörðsskála á laugardagskvöldi.

Snemma á sunnudegi er lagt af stað frá skála. Á bakaleið er komið við á fallegum stöðum.  

Fararstjóri í ferðinni er Gísli Ólafur Pétursson.

Óbreyttir jeppar geta verið með í för ef aðstæður eru góðar, annars er þátttaka háð samþykki fararstjóra.

Skráning á skrifstofu FÍ

Verð kr. 4.000 / 6.000 á hvern þátttakenda
Innifalið: gisting, fararstjórn og grillveisla á laugardagskvöldi.

Sérstakt fjölskylduverð fyrir þrjá eða fleiri kr. 10.000

Gjafakort FÍ eru tilvalin jólagjöf fyrir göngumenn og útivistarfólk. 

Á skrifstofu FÍ fást gjafakort félagsins. Hægt er að gefa gjafakort með sumarleyfisferðum, helgarferðum eða dagsferðum.

Árbókin hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð í 80 ár og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu. Árbækur Ferðafélagsins, 80 að tölu, eru því í raun altæk Íslandslýsing á meira en tólf þúsund blaðsíðum. Árbækur FÍ fást á skrifstofu FÍ.  Hægt er að kaupa ritröð árbóka á jólatilboði á kr. 99.900.

Á skrifstofu FÍ fást einnig kort og fræðslurit um gönguleiðir, sögu og náttúru.
 
Nýtt met var sett í sögu FÍ

Nýtt met var sett í sögu FÍ í aðventuferð félagsins í sl sunnudag. Ferðin var stysta gönguferð sem félagið hefur staðið fyrir.  Gangan hófst við styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli. Þaðan var gengið í Alþingishúsið, ca 75 metra og úr Alþingishúsinu yfir í Dómkirkjuna, ca 50 metra. Lauk þar göngunni og var því gengið um 125 metra í þessari gönguferð sem þó tók um 2 tíma.

Þátttakendur voru um 40 talsins.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur sagði frá ýmsu skemmtilegu, bæði sögu og frá byggingum við Austurvöll.  Þá fékk hópurinn mjög góð móttökur bæði í þinginu og Dómkirkjunni.
Fararstjóri var Ólafur Örn Haraldsson og var hann fyrir hönd hópsins nokkuð stoltur yfir þessu nýja meti.

Myndir úr gönguferðinni eru á myndabanka FÍ.

Með kveðju
Skrifstofa FÍ
www.fi.is , s. 568-2533, fi@fi.is