Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands
Sigling niður Brúará og Hvítá
Ferðafélagið býður upp á rólega og örugga siglingu á gúmmíbátum í fögru umhverfi neðsta hluta Brúárár og Hvítá á að Öndverðarnesi. Komið í land á þekktum stöðum, fræðsla um sögu og byggð og veitingar af heimaslóðum. Ferðin endar í Þrastaskógi með grillveislu.
Þátttakendur koma á eigin bílum í Þrastaskóg þar sem ferðin hefst kl 10 og eru keyrðir að upphafsstað siglingar við brúnna yfir Brúará.
Rúta fer úr Mörkinni kl. 9 fyrir þá sem ekki hafa far í einkabílum.
Aukiafargjald með rútu kr. 2000.
Takið með ykkur stígvél í siglinguna. Einnig nesti, eina eða tvær samlokur, drykki og eitthvað að maula. Þó verður boðið upp á léttar veitingar í landstoppi.
Gott er að hafa góðan hlífðarfatnað, t.d. vind og regngalla.
Siglingin verður róleg og örugg og ekki um river rafting að ræða. Siglingin endar í Öndverðarnesi og flytur rúta þátttakendur í þrastarskóg þar sem boðið verður upp á grillveislu. Hægt er að skilja eftir vistir í rútu.
Áætlað er að ferðinni ljúki í Þrastarskógi um ca 19.
Rúta keyrir í Mörkina 6 eftir að dagskrá lýkur í Þrastarskógi.
Verð kr 10.000 / 12.000
Innifalið: rúta frá Þrastaskógi, sigling, fræðsla og grillveisla.
Fararstjóri: Páll Guðmundsson
Fimmvörðuháls um helgina
Ekið í rútu FÍ frá Mörkinni 6 á laugardagsmorngi 30. júní kl 8 að Skógum undir Eyjafjöllum og gengið yfir Fimmvörðuháls og í Þórsmörk. Rútan flytur farangur í Langadal og sækir göngumenn þar sem komið er niður í Þórsmörk. Brenna og kvöldvaka um kvöldið. Gist í Skagfjörðsskála. Haldið til Reykjavikur um hádegið. Ekið til Reykjavíkur með rútu FÍ.
Verð kr 14.000 / 16.000
Innifalið: Gisting, rúta, trúss, fararstjórn og grillveisla.
Fararstjóri: Steinunn Leifsdóttir
Arnarvatnsheiði 3. 8. júlí
Í samstarfi við Arinbjörn Jóhannsson á Brekkulæk er boðið upp á afar fáfarna gönguleið um afréttir Borgfirðinga og Vestur Húnvetninga. Lagt er upp frá vaði á Norðlingafljóti meðfram Eiríksjökli og upp undir Langjökul. Þaðan er haldið norðvestur yfir Arnarvatnsheiði og niður í Miðfjörð. Engan mat þarf að bera í ferðinni.
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir
Sjá nánar: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/296/
Tindfjöll Hungurfit Torfahlaup - Hvanngil
7.-11. júlí, 5 dagar
Spennandi 4 daga gönguferð um heillandi óbyggðasvæði.
Fararstjóri: Vigfús Pálsson
Sjá nánar: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/298/
Sumarleyfisferð bíladeildar
Föstudaginn 27. júlí til miðvikudagsins 1. ágúst - Sumarleyfisferð fyrir alla bíla. Fimm gistinætur. Unnt að slást í förina hvaða dag sem er - og hver og einn getur horfið heim á leið þegar hann vill. Fararstjóri Gísli Ólafur Pétursson. Athugið einnig síðsumarferð bíladieldar fyrir jeppa og haustferð bíladeildar fyrir jeppa.
Sjá nánar: http://www.fi.is/forsida/frettasida/nr/741/
Ungfrú Rauðisandur.is
Ævintýraferð FÍ í lok júlí um Rauðasand með gönguferðum, kajaksiglingu, sjóstangaveiði, grillveislu og kaffikvöldi. Fjögurra daga ferð þar sem fararstjórinn ungfrú Rauðisandur.is leiðir þátttakendur um frægar slóðir, meðal annars um Sjöunduá, Stálfjall, Rauðasand, Hlein, Skor og Melanesi, Selárdal, Uppsali, Látrabjarg og fleiri staði.
Sjá nánar: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/448/
Með kveðju
Skrifstofa FÍ
www.fi.is, s. 568-2533, fi@fi.is