Árbók Ferðafélagsins er nú í dreifingu til félagsmanna. Félagsmenn eru beðnir að greiða árgjaldið í næsta banka eða sparisjóði og fá síðan árbókina senda heim ásamt félagsskírteini. Þeir sem þegar hafa greitt árgjaldið fá árbókina nú á næstu dögum. Frá og með morgundeginum má gera ráð fyrir 2 til 3 daga afgreiðslufresti á bókinni. Pósturinn sér um dreifingu bókarinnar fyrir FÍ og er bókin borin í hús og bankað upp á og ef engin er heima þá er skilin eftir tilkynning og skal þá nálgast bókina á næstu póststöð.
Skálaverðir eru nú mættir til starfa í Þórsmörk og að venju eru það fyrstu skálaverðirnir sem mæta til starfa í upphafi sumars. Töluvert er bókað í Skagfjörðsskála í maí og þá mest skólahópar. Skálar á Laugaveginum eru lokaðir og mælir Ferðafélagið ekki með því að einstaklingar leggi af stað Laugaveginn á þessum árstíma enda snjóa að leysa, færið þungt og víða mikil bleyta og aurbleyta.
Ferðafélagið stóð fyrir gönguferð á Hrútfellstinda um helgina. Alls tóku 14 þátt í göngunni sem tók rúma 17 tíma. Eftir þungbúið skyggni í upphafi ferðar var gengið upp úr skýjunum í um 1200 metra hæð og blasti þá við stórkostlegt útsýni. Þórhallur Ólafsson fararstjóri FÍ í ferðinni var ánægður í lok ferðar og sagði að allir hefðu staðið sig mjög vel. Sjá myndir
Við viljum sólskin - sjá myndskeið Útiveru úr göngunni
Ama Dablam - Beyond The Void.
Fyrsta íslenska fjallamyndin verður frumsýnd (boðssýning) í Háskólabíó fimmtudaginn 22. maí kl.20. Hún verður einnig sýnd mánudaginn 26.maí og þriðjudaginn 27.maí. Simon Yates verður svo með fyrirlestur í Ferðafélagssalnum í Mörkinni 6 miðvikudaginn 28. maí kl. 20.
Þetta er heimildamynd um leiðangur Viðars Helgasonar og Ingvars Þórissonar á Ama Dablam 6.856 m háan tind í Himalaja. Fylgdarmaður þeirra var hinn kunni fjallamaður Simon Yates sem menn þekkja úr Touching The Void. Leiðangurinn var farinn þrátt fyrir alvarlegt slys á fjallinu 2006 þegar búðir 3 þurrkuðust út í snjóflóði og 6 manns fórust. Litlu munaði að annar leiðangur hlyti sömu örlög í fyrra.
Myndin lýsir vel erfiðleikunum háfjallamennskunar og fegurð Himalajafjalla.
Númer: S-9
Dagsetning: 6.7.2008
Brottfararstaður: Húsabakki í Svarfaðardal
Viðburður: Sæludagar í Svarfaðardal 6 dagar
Lýsing:
NORÐURLAND. 3 skór
Gönguferð og ævintýradvöl í Svarfaðardal dagana
6. til 11. júlí 2008.
Fararstjóri: Kristján Eldjárn Hjartarson.
Í samvinnu við Kristján Eldjárn Hjartarson, að Tjörn í Svarfaðardal, er boðið upp á fimm daga ævintýradvöl í Svarfaðardal. Allt í einum pakka; fjölbreyttar gönguleiðir, jarðfræði, fuglaskoðun, jurtagreining, örnefnahugleiðingar og þjóðfræði, í bland við alþýðukveðskap og innansveitarkróniku. Kristján verður fararstjóri ásamt fleiri heimamönnum.
Sjá nánar á heimasíðu FÍ - http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/534/
Númer: S-Ss - 4
Dagsetning: 10.7.2008
Brottfararstaður: Laugar í Hvammssveit
Viðburður: Ganga - kajak - reiðhjól
Lýsing:
Ganga - reiðhjól - kajak
Gisting í 8 manna tjöldum með kyndingu, fararstjórn, fullt fæði (morgunmatur, nesti og kvöldmatur (dægilegar krásir heimamanna))
Jón Jóel Einarsson, með rætur í byggðinni og hans frú Maggý Magnúsdóttir. Gamlir útivistarjaxlar.
Reiðhjól leiga kr. 4.000 (best að koma með sitt eigið). Kajak leiga kr. 6.500 Hvort tveggja þarf að panta með viku fyrirvara.
10.-13. júlí, 2008
25 manns
47.000 kr.
og á slóðinni www.123.is/jojo
Númer: S-18
Dagsetning: 15.7.2008
Brottfararstaður: Bjarnargil í Fljótum
Viðburður: Gengið um Fljótafjöllin og yfir til nágrannabyggða. 3 skór
Lýsing:
15. 19. Júlí.
Hámarksfjöldi þátttakenda: 30.
Fararstjórar: Sigríður Lóa Jónsdóttir og Trausti Sveinsson.
Fljótin eru rómuð fyrir fegurð og fjölbreytt gróðurfar sem áhugavert er að kynnast og spennandi gönguleiðir liggja til allra átta. Gist verður á Bjarnargili í Fljótum og verður boðið upp á gistingu í uppábúnum rúmum, gistingu í hjólhýsi eða að þátttakendur sofi í tjöldum sem þeir hafa meðferðis. Góð sundlaug og heitur pottur er við Sólgarðaskóla í 5 km fjarlægð frá Bjarnargili. Gert er ráð fyrir sameiginlegum mat allan tímann og að þátttakendur taki þátt í matatgerð og frágangi.
Sjá nánari upplýsingar á heimasíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/545/
Númer: S-26
Dagsetning: 30.7.2008
Brottfararstaður: Mörkin 6 kl. 13
Viðburður: Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Surtshellir, gígur, hraun og veiði
Lýsing:
HÁLENDIÐ 3 skór
Með eilífðinni á Arnarvatnsheiði. Surtshellir, gígur, hraun og veiði
30.júlí 4. ágúst.
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir.
Hámark: 15.
Brottför frá Mörkinni 6
Afar fáfarin gönguleið um afréttir Borgfirðinga og Vestur Húnvetninga. Lagt er upp frá vaði á Norðlingafljóti meðfram Eiríksjökli og upp undir Langjökul. Þaðan er haldið
Sjá nánar á heimasíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/551/
Númer: H-3
Dagsetning: 25.7.2008
Brottfararstaður: Mörkin 6 kl 18
Viðburður: Kjölur og Karlsdráttur. 2 skór
Lýsing:
25. 27. júlí.
Fararstjóri Leifur Þorsteinsson.
1. dagur. Brottför frá Mörkinni 6 kl. 18. Ekið inn fyrir Innri-Skúta á Kjalvegi og gengið þaðan vestur í skála FÍ við Þverbrekknamúla.
2. dagur. Gengið suðvestur með Hrútfelli og suður að Hvítárvatni. Þaðan er farið á báti í Karlsdrátt. Í lokin siglt í Hvítárnes, þar sem gist verður seinni nóttina í elsta skála FÍ.
3. dagur. Ekið til Reykjavíkur. Ýmsir athyglisverðir staðir skoðaðir á leiðinni.
Myndir úr fyrri ferð um Karlsdrátt og siglingu á Hvítárvatni.
Sjá nánar á heimasíðu FÍ: http://www.fi.is/ferdir/ferdir-fi/nr/521/