Fréttapóstur frá FÍ 24. mars.

Fréttapóstur frá Ferðafélagi Íslands

Fullbókað í nokkrar sumarleyfisferðir FÍ

S-1 Æska - örlagasaga Grettis – Fullbókuð
S-6 Jónsmessa og jóga Hornströndum – 2 laus
S-10 Í fótspor útilegumanna I – fullbókuð
S-13 Baráttan við björgin – 5 laus
S-15 Á slóðum stíðsminja – 5 laus
S-20 Grunnavíkurhreppur – 8 laus
S-21 Saga-byggð-búseta – fullbókuð
S-23 Jarlhettur – fullbókuð
S-24 Í fótspor útilegumanna II – fullbókuð
S – 25 Héðinsfjörður – Hvanndalir – 5 sæti laus
D-8 Hvannadalshnúkur – fullbókuð
H-5 Matarkistan Breiðafjörður – fullbókuð

Í aðrar ferðir eru fleiri sæti laus en um að gera að bóka sem fyrst.

Skiðaferðir og gönguferðir á Þórisjökull og Eyjafjallajökul.

Ferðafélagið minnir á áhugaverðir skíða og gönguferðir á Þórisjökull 1. maí og Eyjafjallajökul 3. maí.  Þá er mjög spennandi ferð yfir Drangajökul um Hvítasunnuna þar sem gist verður í Reykjarfirði í 2 nætur.

Fullbókað er nú í ferð FÍ á Hvannadalshnúk um Hvítasunnuna en félagið fer þá með 100 manns á hæsta tind lands.  


Undirbúningur fyrir Hvannadalshnjúk

Á síðustu árum hafa ferðir á Hvannadalshnúk verið í tísku á meðal landsmanna.  Ferðafélagið hefur um langt árabil staðið fyrir gönguferðum á Hvannadalshnúk en frá árinu 2005 hefur félagið farið með mjög fjölmenna hópa á hnúkinn í fararstjórn Haraldar Arnar Ólafssonar og fleiri vaskra fararstjóra/stýra.  Þess hefur gætt hjá sumum að hafa ætlað að skreppa á Hnúkinn með stuttum eða litlum sem engum fyrirvara. Það hefur verið vísir að mikilli vanlíðan á göngunni og yfirleitt orðið til þess að menn hafa ekki komist alla leið á tindinn.  Ferðafélagið hefur lagt áherslu á góðan undirbúning þátttakenda fyrir ferðina og hefur sl ár staðið fyrir æfingaprógrammi fyrir ferðina.  Í ár stendur félagið ekki fyrir æfingadagskrá en bendir á eftirfarandi prógram:

  • Ein fjallganga í viku, t.d. Helgafell, Úlfarsfell og Ejsan.  
  • Ræktin, göngubretti, róður og þrekþjálfun, alhliða með áherslu á fætur.
  • Sund, hjóla eða annað eftir atvikum. 
  • Sem sagt hreyfing og þjáflun 3 – 4 x í viku og lengri gönguferðir þegar líður fram í apríl og mai.  
  • Ferðafélagið bendir á dagsferðir á fjöll í nágrenni Reykavíkur, morgungöngur í maí og fleira sem tilvalda æfingu fyrir gönguferð á Hvannadalshnúk.

GPS námskeið fyrir göngufólk

Ferðafélagið stendur fyrir gps námskeiði fyrir göngufólk fimmtudaginn 17. apríl nk.
Haraldur Örn Ólafsson fer þá yfir öll helstu atriði í notkun gps tækja.  
Námskeiðið hefst kl. 20.00 og er haldið í FÍ salnum Mörkinni 6.  
Námskeiði kostar kr. 2.000 fyrir FÍ félaga en kr. 4.000 fyrir aðra.  
Skráning á skrifstofu FÍ

 

Göngugleði á sunnudögum

 

Dagsetning: 10.3.2008
Brottfararstaður: Mörkin 6
Viðburður: Göngugleði á sunnudögum
Lýsing:

Göngugleði FÍ er alla sunnudaga og lagt af stað frá Mörkinni 6 kl. 10.30.  Ekið er í einkabílum að upphafsstað göngu og gengið í ca 3 - 6 klst eftir aðstæðum.  Þátttaka er göngugleðinni er ókeypis og allir velkomnir.  Þátttakendur taka með sér nesti og góðan búnað, bakpoka og hlífðarfatnað.

 

Skálavarsla í Landmannalaugum

 

Nú hefur verið skálavörður í Landmannalaugum og verður skálavarsla í Laugum út apríl.

Með viðveru skálavarðar á svæðinu hefur verið unnt að bjóða upp á vatnssalerni, sturtur og rennandi vatn í skálanum.

 

Bókanir í skála FÍ

 

Mikið hefur verið bókað í skála Ferðafélagsins í sumar og margir hverjir dagar fullbókaðir á vinsælastu gönguleiðinnni, laugaveginum. Því er um að gera að fara að skipuleggja sumarið og koma sér í göngu um okkar fallega land og bóka skála hjá okkur.

 

Árbókin

 

Árbókin er komin í prentsmiðju og kemur hún út fljótlega í apríl og þá munu greiðsluseðlar verða sendir út og þegar þeir eru greiddir verður bókin send til viðkomandi.

Hjörleifur Guttormsson skrifar árbókina og heldur áfram upp Austfirði, meðal annars Loðmundarfjörð, Borgarfjörð Eystri og út hérað.

 

Gervihnattasímar

 

Ferðafélagið hefur fengið gervihnattasíma sem munu vera til útláns. Grunngjaldið er 3000, sólahringsgjald 1500 auk notkunargjalds.

Einn sími var í leigu yfir páskana hjá ferðafélögum sem gengu yfir Sprengisand, úr Eyjafirði og yfir í Landmannalaugar og kom síminn sér vel þegar hringt var í veðurstofuna.