Fréttapóstur frá FÍ 7. desember

Aðventuganga FÍ – sunnudagur 9. des kl. 17.00

Aðventuganga FÍ - Sunnudagur 9. desember kl. 17.00.  Gönguferð í miðbæ Reykjavíkur. Heimsókn í Alþingishúsið með fræðslu um starf þings og fróðleik um húsið.  Síðan er gengið yfir í Dómkirkjuna og átt þar góða stund. Fararstjóri í ferðinni er Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ.  Guðjón Friðriksson sagnfræðingur verður með fróðleik um miðbæinn. Mæting við styttu Jóns Sigurðsson við Austurvöll.

Myndakvöld 12. desember

Næsta myndakvöld FÍ er miðvikudaginn 12. desember.  Þá sýnir Ólafur Örn Haraldsson myndir frá Skálpanesi, Jarlhettum, Hagavatni, Hlöðuvöllum, Skjaldbreið, Langadal, Klukkuskarði og Laugarvatni. Myndasýning sem hann kallar á slóðum Jónasar. Jarðfræðingur fjallar einnig um svæðið. Myndakvöldið hefst kl. 20.  Aðgangseyrir er kr. 600. Kaffi og með því. Allir velkomnir.

Kökuganga á Esjuna

Árleg kökuganga FÍ á Esjuna. Gengið á Kerhólakamb, yfir á Þverfellshorn og komið niður við bílastæðið við Mógilsá. Þátttakendur taka með sér sýnishorn af jólabakkelsinu og gefa öðrum að smakka. Þátttaka ókeypis, allir velkomnir.

Jólagjafir á skrifstofu FÍ – árbækur og gjafakort

Árbókin hefur síðan komið út árlega í óslitinni röð í 80 ár og er einstæður bókaflokkur um land og náttúru. Hver bók fjallar venjulega um tiltekið afmarkað svæði á landinu. Árbækur Ferðafélagsins, 79 að tölu, eru því í raun altæk Íslandslýsing á meira en tólf þúsund blaðsíðum.

Gjafakort FÍ eru tilvalin jólagjöf fyrir göngumenn og útivistarfólk.  Hægt er að gefa gjafakort með sumarleyfisferðum, helgarferðum eða dagsferðum.

Á skrifstofu FÍ fást einnig kort og fræðslurit um gönguleiðir, sögu og náttúru.

Gullmerki á 80 ár afmæli FÍ

Á 80 ára afmæli Ferðafélags Íslands 27. nóvember sl sæmdi félagið 26 einstaklinga gullmerki félagsins á hátiðarfundi í Norræna húsinu.  Gullmerki FÍ eru veitt fyrir einstakt og óeigingjarnt starf fyrir félagið sem og eða  fyrir framúrskarandi störf í þjóðfélaginu á kjörsviði félagsins.  Ólafur Örn Haraldsson forseti FÍ veitti gullmerkin með aðstoð Sigrúnar Valbergsdóttur varaforseta og Viktors Huga 11 ára upprennandi ferðafélaga. 

Eftirtaldir aðilar hlutu gullmerki FÍ á hátíðarfundinum:

 Daði Garðarsson – áratuga starf í byggingarnefnd FÍ og sem fóstri í Hrafntinnuskeri

 

Jóhann Steinsson – Langt starf og þátttaka í uppbyggingu á skálum FÍ

 

Valgarður Egilsson, stjórn FÍ í niu ár og varaforseti félagsins, fararstjóri í 20 ár, árbókarhöfundur og fl.

 

Gerður Steinþórsdóttir – stjórn FÍ, ritari, ferðanefnd, greinahöfundur og áratuga starf innan félagsins á ýmsum sviðum.

 

Þórunn Þórðardóttir – stjórn FÍ og fyrrverandi starfsmaður FÍ, og varðveisla skjala og sögu FÍ í sjálfboðavinnu sl ár.

 

Ingvar Teitsson – formaður Ferðafélags Akureyrar í 12 ár og frumkvöðull á fjöllum og umjón með uppbyggingu skála Ferðafélags Akureyrar.

 

Þórhallur Þorsteinsson – formaður Ferðafélags Fljótsdalshéraðs í 14 ár og helsti skálamaður FÍ.

 

Hjalti Kristgeirsson – ritstjóri árbókar  FÍ í 18 ár

 

Pétur Þorleifsson – einn mesti fjallagarpur landsins, gengið á 550 fjöll, starf innan ferðanefndar FÍ sem ,,ráðgjafi” og í ferðanefnd FÍ.

 

Leifur Þorsteinssson – stjórn FÍ í níu ár  – ferðanefnd - fararstjórn – greinarskrif – höfundur fræðslurita

 

Þorsteinn Eiríksson – stjórn FÍ í níu ár  – formaður byggingarnefndar – fóstri í Botnaskála FÍ á Emstrum

 

Einar Brynjólfsson í Götu – áratugastarf fyrir FÍ, byggingarnefnd og skála, bæði sem starfsmaður og sjálfboðaliði

 

Guðmundur Hauksson Sparisjóðsstjóri – SPRON er aðalstyrktaraðili FÍ til margra ára og hefur stutt félagið til góðra verka á fjöllum með fjárstuðningi og af áhuga.  FÍ og SPRON hafa um árabil unnið saman að uppbyggingu í Esjunni.

 

Höskuldur Ólafsson forstjóri Vísa – Menningarsjóður Vísa styrkti FÍ með myndarlegum hætti til skiltagerðar á Laugaveginum og lagði til góðar hugmyndir og ráð.

 

Guðríður Þorvarðardóttir fagstjóri í Umhverfisstofnun – áratuga farsælt samstarf við UST og velvilji, formaður Friðlandsnefndar að Fjallabaki

 

Ólöf Stefánsdóttir , Sigríður Ottesen , Ásgerður Ásmundsdóttir, Guðríður Ingimundardóttir , Tove Öder , Þorbjörg Einarsdóttir, Svanhildur Albertsdóttir

–        áratugaþátttaka í vinnuferðum og sjálfboðaliðastarfi FÍ – myndakvöldum og aðstoð á skrifstofu við margvísleg verkefni.

 

Árni Erlingsson – áratugastarf fyrir FÍ einkum fyrir byggingarnefnd og vinna að uppbyggingu skála og umhverfi þeirra.

 

Þóra Ellen Þórhallsdóttir: stjórn FÍ, ferðanefnd,árbókarskrif, fararstjóri í fjölmennustu ferðum félagsins í Þjórsárver, einn fremsti vísindamaður þjóðarinnar og mikilvægt starf á þeim vettvangi

 

Áslaug Guðmundsdóttir – skálavörður FÍ í Norðurfirði frá upphafi, elsti skálavörður landsins 78 ára og örugglega sá samviskusamasti.

 

Með kveðju
Skrifstofa FÍ

s. 568-2533, www.fi.is fi@fi.is