Búið er að opna allar gönguleiðir í Landmannalaugum, þó með einhverjum takmörkunum. Það er enn frekar blautt í Vondugiljum og gott að taka með vaðskó. Best er að ganga Bláhnúk upp og niður sömu leið því mikið er í læknum Brennisteinsöldumegin og erfitt að komast yfir hann. Skalli er fær fyrir vant göngufólk sem og Háaldan.
Færðin á Laugaveginum er góð, allir skálar eru opnir og eina breytingin sem orðið hefur á undanförum dögum er snjórinn er að gefa aðeins eftir í kringum Hrafntinnusker.
Færðin yfir Fimmvörðuháls er að sama skapi góð, einhver snjór er frá Baldvinsskála og aðeins áleiðis.
Þá hafa þær góðu fréttir borist að áætlun Hálendisrútunnar í Þórsmörk, Landmannalaugar og Skóga hefur verið framlengd til loka ágústs.
Nánari upplýsingar áætlunina má finna á vef Kynnisferða