Næstkomandi laugardag, þann 3.júlí býður Ferðafélag barnanna upp á fuglaskoðunarferð á Gróttu. Ferðin hefst kl 11:00.
Hvetjum alla til að skella sér út að skoða fuglana, telja, teikna og semja ljóð um þá.
Jakob Sigurðsson, fuglaskoðari og fuglaljósmyndari mætir og fræðir börnin og aðra sem mæta um fuglana í kring. Hann starfar í samstarfi við Fuglavernd sem tekur þátt í þessari ferð með Ferðafélagi barnanna.
Mæting er við bílastæði út við Gróttu kl 10:00, einkabílar.
Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Frábær leið til að byrja laugardaginn á!
Hlökkum til að sjá ykkur!