Fuglaskoðunarferð Ferðafélagsins Norðurslóðar

Fuglaskoðunarferð við Víkingavatn

Ferðafélagið Norðurslóð efnir til fuglaskoðunarferðar við Víkingavatn í Kelduhverfi föstudagskvöldið 24. maí nk. Gengið verður með vatninu að vestan og hugað að fuglalífi undir góðri leiðsögn Aðalsteins Arnar Snæþórssonar líffræðings.

Víkingavatn er eitt fuglaauðugasta vatn landsins og flestar tegundir vatnafugla verpa við það. Má þar nefna flórgoðann, en Víkingavatn er eitt helsta vígi hans hér á landi. Búast má við að um 35 tegundir sjáist í ferðinnni.

Mæting er við bæinn Víkingavatn I kl. 20:00. Þátttakendur eru beðnir um að hafa með sér sjónauka.

Þetta er auðveld ganga á sléttlendi og ætti að henta flestum. Húsvíkingar eru sérstaklega hvattir til að mæta þar sem ekki er langt að fara. Rétt er að benda fólki á að koma á góðum skófatnaði því vorið hefur verið heldur seint á ferðinni, ísinn nýfarinn af vatninu og gæti verið bleyta á leiðinni.