Fullbókað er á Snæfellsjökul með Ferðafélaginu á morgun. Þátttakendur í ferðinni eru 200 og fararstjórar og leiðsögumenn alls 20. Mæting er í Mörkina 6 kl. 16.30 á morgun. Lagt verður af stað í ferðina stundvíslega kl. 17.00. Kynning á fararstjórum og ferðatilhögun er kl. 16.45.
Stoppað verður einu sinni á leiðinni að jökli. Síðan verður stoppa við Hellna þar sem við færðum þátttkaendur um jökulinn og þjóðgarðinn.
Þátttakendur skulu vera í góðum göngufatnaði, góðum gönguskóm með bakpoka með hlífðarfatnaði og nesti. Að gefnu tilefni er rétt að árétta að gallabuxur eða bómullarbolir eru ekki leyfilegur fatnaður í þessari göngu. Mikilvægt er að muna eftir húfu og vettlingum, sólgleraugum og sólarvörn.
Heppilegt nesti fyrir gönguferðina eru 2 samlokur eða flatkökur, 1 - 2 ltr af drykk, gott af hafa heitt á brúsa, og einnig vatn eða svaladrykki, einn kexpakka og eða súkkulaði, t.d. eitt suðusúkkulaði.
Við göngum á rólegum og jöfnum gönguhraða í einni línu/röð og skilum hópum upp sem einni helild.
Áætlaður göngutími upp er 3 - 4 klst og niður 2 - 3 klst.
Rútur keyra til Reykjavíkur að lokinni göngu..
Leiðin sem við göngum upp er fáfarin og afar falleg og er gegnið upp úr Eysteinsdal á jökulinn.
með góðri kveðju,
Páll Guðmundsson
Auður Kjartansdóttir