Fullbókað í sögugöngu, ástir og afbrýði, kænska og karlmennska

VESTURLAND    NÝTT
Söguganga: Ótæmandi brunnur Eyrbyggju: Ástir og afbrýði, kænska og karlmennska.  30. apríl – 3. maí, fimmtudagur til sunnudags
Fararstjóri: Sigrún Valbergsdóttir. Leiðsögumaður: Magnús Jónsson.
Hámark: 30

Aðsetur sögugöngunnar í ár verður að Langaholti á sunnanverðu Snæfellsnesi. Þar er  aðstaða fyrir sameiginlegan mat og samverustundir í félagsskap Eyrbyggju. Þar verður gist í 3 nætur. Svefnpokagisting í rúmum. Herbergi með baði.

1. dagur. Fólk kemur sér á eigin bílum að Gistihúsinu Langaholti á sunnanverðu Snæfellsnesi. Mæting kl 13. Þar verður  safnast í bíla og ekið að upphafsstað göngu fyrsta dags.  Ekið að Búðum og Klettsgata gengin að Búðahelli undir Búðakletti. Hellirinn og gígurinn skoðaður. Sundferð að Lýsuhóli í bakaleiðinni.
2. dagur. Ekin Vatnaleið að Helgafelli. Fjallið klifið! Gengin Berserkjagata í Berserkjahrauni í áttina að Bjarnarhöfn.  Gengið  umhverfis Hraunsfjörð, framhjá nokkrum eyðibýlum: Horni, Hraunsfirði, Snorrastöðum, Fjarðarhorni o.fl. Sundferð á heimleiðinni.
3. dagur. Ekið að bænum Litla Kambi og haldið gangandi yfir Kambsskarð og Svörtugil að Fróðá, þvert yfir Snæfellsnesið; leið Björns Breiðvíkingakappa á fund ástkonu sinnar. Sundferð í lok dags.
4. dagur. Ekið að Snorrastöðum í Kolbeinsstaðahreppi og gengið á Eldborg. Heimferð.