Fyrsta myndakvöld vetrarins verður miðvikudaginn 14. október. Þá verða sýndar myndir af Vatnaleiðinni milli Hnappadals og Norðurárdals og um leið verður kynnt nýútkomið smárit FÍ um Vatnaleiðina.
Ãað eru þeir Pálmi Bjarnason og Sigurður Kristjánsson sem annast myndasýninguna en Sigurður hefur verið helsti fararstjóri á þessari leið í áratugi og Pálmi á sæti í útgáfunefndinni.
Einnig heldur Reynir Ingibjartsson höfundur leiðarlýsinga í ritinu stutt erindi.
Með útgáfu ritsins um Vatnaleiðina var bætt úr brýnni þörf á greinargóðri leiðarlýsingu um svæðið en ritið er prýtt fjölda fallegra ljósmynda og vönduð kort af landi og leiðum skýra fáfarnar slóðir fyrir lesendum.
Eftir kaffihlé kemur Páll Ásgeir Ásgeirsson, fararstjóri og stjórnarmaður í FÍ og sýnir nokkrar myndir úr ferð sem var kölluð Óeiginlegur Laugavegur og var farin í fyrsta sinn í sumar.
à þessari ferð var gengið um fáfarnar slóðir í Hattveri, Jökulgili, Hattafellsgil, Ljósártungur og Rjúpnafellsgil. Sjaldan var gengið um hinn eiginlega Laugaveg en notast við hefðbundna gististaði á honum.
Ãarna munu því sjást myndir af slóðum sem afar fáir hafa heimsótt enn sem komið er.
Myndakvöldið hefst kl. 20 og er aðgangseyrir sem fyrr kr. 600 og er kaffi og meðlæti innifalið. Allir velkomnir.
Farþegar á Óeiginlegum Laugavegi á leið að Háuhverum úr Jökulgili