Fyrsti vinningshafi sumarsins í Esjuhappdrættinu

Fyrsti vinningshafinn í Esjuhappdrættinu hefur nú verið dreginn út úr hópi hópi þeirra sem skrifa nafn sitt í gestabók FÍ á Þverfellshorni.  Arnar Páll Hauksson datt í lukkupottinn og hlaut í verðlaun veglega gönguskó frá Íslensku ölpunum.  Dregið er vikulega úr hópi þeirra sem skrifa nafn sitt og netfang í gestabókina en Ferðafélag Íslands, Sparisjóður Reykjavíkur og Íslensku alparnir standa fyrir Esjuhappdrættinu.

Esjan - APH

,,Esjan hafði lengið verið á stefnukránni en þó ég sé fæddur og uppalinn hér í Reykjavík hafði ég aldrei gengið þar upp á topp.  Á vinnustað eiginkonu minnar er talsverð menning fyrir gönguferðum og að undanförnu hefur fólk verið að þjálfa sig fyrir Fimmvörðuhálsinn.  Ég ákvað að slást í hópinn. Eins hvatti það mig til dáða þegar ég frétti að ef maður skráði nafn sitt í gestabók á Esjunni kæmist maður sjálfkrafa í vinningspott í Esjuhappdrætti Ferðafélagsins og SPRON og gæti þannig unnið til glæsilegra vinninga," sagði Arnar Páll Hauksson þegar hann fékk vinningsgjafabréfið afhent.